12.9.2008 | 16:01
Fornbílar á ferð
Heil og sæl!
Í mínum huga eru svona gripir verðmætir, og mér finnst einhvernvegin að það þurfi að umgangast þá með virðingu og þeir sem eiga þessa bíla þurfi að keyra á löglegum hraða.
Sjálf var ég á ferð gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á dögunum, og mér blöskraði aksturs máti þessara farar tækja.Þeir keyrðu þessa " fínu" bíla á þvílíkum hraða inni í þjóðgarðinum að maður varð að hafa sig allan við að gæta þeirra og sín sjálfs, svo ekki færi nú illa.Og þar sem beigjur eru krappar slóu þeir ekki spönn af! Veit ekki hvort þetta er af monti eða hvað, en alla vega hefði löggan þurft að vera þarna og segja við ökum hér á 60km hraða en ekki 90km gegmum garðinn.Ég var í því að forða mér út í kant, svo ekki færi illa.
Vona samt að þeir komi heilir heim .
Halldóra.
![]() |
Fornbílar á ferð um landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2008 | 12:04
Sinfóníuhljómsveitin.
Heil og sæl!
Það koma þær stundir í lífi okkar að við verðum þreytt og þörfnumst hvíldar.Það er vegna þess að álagið hefur orðið of mikið.Eitt af því sem ég geri undir þessum kringumstæðum er að fara út að ganga, ekki til að taka á í göngunni, heldur til að njóta útiverunnar.Svo drekk ég sem minst kaffi, og reyni að fara vel með mig.Ég held að það sé viska að passa þannig upp á sig.En umfram allt þá er best af öllu að koma til Jesú, segja við hann " Jesús ég vil bara fá að halla mér í þinn faðm, ég ætla ekki að segja neitt, bara fá að hvíla mig í þínum faðmi" .Og vitið þið það, gott fólk að þetta breytit öllu,maður nærist í sálu og sinni.Á þessari stundu hljómar setning frá orði Guðs,og alla vegu mína gjörþekki þú!
Og þótt ég fari um dimman dal,ÞÁ er hann þar.Með þér og hjá þér.Og þótt ég settist við hið ysta haf,þá er hann þar.Vá! Hvað við erum umföðmuð, af nærveru Drottins Guðs.Hann hefur ekki augun af okkur,þér og mér.Það er mikill styrkur.
Og til að undirstrika hvað við erum mikilvæg,í öllu okkar lífi, langar mig að segja sögu sem ég hef nylega sagt í öðrum vetvangi.Það er sagan af sinfóníu hljómsveitinni og stjórnanda hennar.
Allar sinfóníu hljómsveitir hafa öll hljóðfærin sem pryða þannig hljómsveitir, fiðlur, háar og lága, kontrabassa, lúðra af öllum gerðum og tegundum,trompeda og klarinettur. já og svo mætti lengi telja.En í þessari hljómsveit var lítil flauta semkölluð var pikkaló flautan.Hún var mjög lítil, en var samt hluti af þessari hljómsveit.Á einni æfingunni,horfði hún á öll hljóðfærin og hugsaði,þau eru öll svo mikilvæg, falleg og stór.Ég ætla bara ekkert að láta í mér heyra,það tekur örugglega enginn eftir því þó ég spili ekki með.Og næst þegar hljómsveitin spilaði þagði litla flautan.og þegar hljómsveitin hóf að spila kom hún ekki inn á réttum stað.Stjórnandinn, stoppaði hljómsveitina , og spurði litlu flautuna hvers vegna hún spilaði ekki sinn part? Ég er svo lítil og ómerkileg að það tekur enginn eftir þó ég verði ekki með.Ég skipti engu máli. Þá sagði stjórnandinn, þú skiptir svo miklu máli, ef þú spilar ekki þitt,þá er tónverkið ónytt. Þú ert mikilvæg.
Þannig er það kæru vinir, við erum mikilvæg þar sem við erum, sem makar, sem foreldrar, sem vinnandi fólk.Það kemur enginn í staðin fyrir okkur! Við erum einstök, og okkar "hljómur" verður að heyrast.
Þannig horfir Guð á okkur! Sem alveg einstaka og yndislega einstaklinga, sem hann skapaði til að flytja þann tón og þá gleði sem við ,eins og litla flautan, ein getum gefið.
Hjálp okkar kemur frá skapara himins og jarðar!
Drottinn blessi ykkur í dag!!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. september 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 79761
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar