Brandari og ....

Sæl verið þið!

Núna ætla ég að byrja á að segja ykkur skrítlu, og ekki veitir af að létta  andrúmsloftið.

Það var ung stúlka sem gekk í klaustur.

Abbadísin kynnti fyrir henni reglur klaustursins.

Þú mátt bara segja þrjú orð á þriggja ára fresti.

Annars er þetta klaustur þagnarinnar.

Jú allt gekk vel, og eftir þrjú ár kom abbadísin og

sagði,nú máttu tala þrjú orð.Unga nunnan sagði:

" Rúmið er hart" Ekket mál við látum laga það.

Svo liðu önnur þrjú  ár,og aftur kom abbadísin, og 

spurði ungu nunnuna hvort hún vildi nota tækifærið 

og tala þessi þrjú orð, " Maturinn er kaldur"sagði hún.

Það gengur ekki, þú verður að fá heitan mat,ég tala um þetta 

í eldhúsinu. Að öðrum þremur árum liðnum kom abbadísin aftur

og spurði ungu nunnuna hvort henni lægi eitthvað á hjarta.

" Ég er farin" sagði hún ,þá sagði abbadísin: Eins gott,þú ert hvort sem er

alltaf að kvarta"Happy

Brosið léttir aðeins lundina, og þá er gaman að lesa  brandara.

En ég skyl ekki við þessa færslu nema koma með kvatningu úr Guðs orði.

Í sálmi 23 stendur, Drottinn er minn hirðir....................við kunnum þetta vel flest .

En það stendur meira í þessum frábæra sálmi.

Hann hressir sál mína opg leiðir mig um rétta vegu, fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þó ég fari um dimman dal,óttast ég ekkert illt,því þú ert hjá mér.

Kæru vinir! Leggjum allt okkar líf í Drottins hendur, og leyfum honum að 

vera með okkur í öllum kringumstæðum lífsins.

Lífið er ekki alltaf auðvelt, en ef við eigum Jesú í hjarta okkar,þá er hann alltaf þar sem við

erum og stendur með okkur, hjálpar og gleymir okkur ekki.

Þar til næst,brosumSmile út að eyrum.

  Kveð með hinni fögru íslensku kveðju 

                                             Bless

                                                    Halldóra.


Bloggfærslur 30. september 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 79761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband