Símarnir í lífi mínu.

Komið þið sæl!

Hef verið að hugsa um hvað síminn hefur mikið vægi í lífi okkar.Meira að segja voru sérstakir símastólar, sem voru sannkallaðar mublur, eins og þeir voru nefndir.Þá sat maður á sama stað  í þar tilgerðum þæginlegum jafnvel bólstruðum símastól! Í dag finnst mér þetta mjög findið. Á bernskuheimili mínu var stóri svarti síminn hafður litlu borði úti í horni og ef maður ætlaði að tala lengi sótti maður bara eldhús koll til að tilla sér á. En ég var nú ekki mikið í símanum á þessum árum.Mesta lagi svaraði maður fyrir foreldrana.Svo komu gráu símtækin mun léttari, en þau svörtu.Ég á engar sérstakar  minningar um  rómantísk símtöl í þessum símumWink En ég á minningar um að geta ekki hreyft sig neitt.Það var ekki fyrr en ég flutti að heiman þá til Reyðarfjarðar að síminn fór að skipta mig máli. Ég man meira að segja númerin hjá mér, heimasíminn var 98-4375 og á skrifstofunni 98-4376 og það er  í raun merkilegt  að þessi númer gat ég valið sjálf.Í dag er þessu öðruvísi farið.  Víkjum aftur að heimasímanum. Hann var staðsettur uppá hillu og ég var bundin á þessum eina punkti  ef ég þurtfti að vera í  símanum.Mér fannst það vont enda tengdust símtölin vanalega vinnunni og ég þurfti alltaf að vera að segja " Bíddu aðeins" þá fékk ég mér langa snúru og gat farið um allt  með símtækið í höndunumBlush. Það voru engir farsímar heldur  til þá. Sumir voru með talstöðvar í bílunum sínum.Mér fannst það of strákalegt, og sleppti því.En éf ég hefði einhverntíma á lífsleiðinni þurft  farsíma þá var það á þessum tíma vegna ferðalaga sem  tilheyrðu embættinu.  Og þó að ég ætti kærasta í bænum varð maður að notast við þessa gömu síma, engin sms eða neitt þannig.Nú erum við öll með þráðlausa síma og gemsana auðvitað, og gerum alveg helling á meðan við erum í símanum! Eldum mat, þurkum af,brjótum saman þvott ofl,ofl. Svo er maður ekkert voðalega gamall í árum talið,en hefur upplifað þvílíka breytingu á svo mörgum sviðum.

En eitt breytist aldrei kæru vinir! Drottinn Jesús Kristur! Hann er hinn sami í gær og í dag og um alla eilífð.Símtalið til hans kostar ekkert, að er bara bæna andvarp þitt sem það kostar.Hvernig sem allt er komdu til Jesú í bæn.Þú þarft ekki að druslast með snúru í eftir dragi til að  geta talað. Línan til himins er þráðlaus og opin -fyirir þig!

 Guð blessi þig!

                                 Kveðja 

                                                 Halldóra.


Bloggfærslur 4. janúar 2009

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 79758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband