Áfallahjálp

Góðan dag gott fólk!

Í morgun hef ég verið að lesa í Guðs orði Biblíunni,mér til styrktar og uppörfunar.Það er of langt mál að hafa hér Biblíulestur.En mig langar til þess að kvetja þig til að lesa Guðs orð.Sem ung kona upplifði ég og fjölskylda mín skelfilegan harmleik.Þá fann ég svo vel hversu gott það er að eiga trúna á Drottinn Jesú Krist.Og af því að það var okkur tamt að leita til Drottins  undir öllum kringumstæðumlífsins þá þekktum við leið bænarinnar.Og þar var okkar styrkur. Við ákveðin áföll í lífinu er boðið uppá áfallahjálp, en það var ekki búið að finna upp þetta orð á þessum tíma. Við þurftum að treysta á Guð!

Já við þurftum að treysta á Guð! Og þegar ég lít til baka sé ég svo vel hvernig  Guð hefur hjálpað og hvernig hægt er að rísa upp aftur með þeim styrk sem Drottinn einn gefur. Ef þú kæri vinur ert í svipuðum sporum um þessar mundir, og ég var fyrir þrjátíu árum, aðganga gegnum erfiðleika,þá get ég  af heilu hjarta mælt með því að biðja til himna föðurins.Þar er þá bestu hjálp að fá. Og huggun.

Engir tveir erfiðleikar eru eins.En Jesús Kristur er sá sami, hann breytist ekki.

        Kærleiks kveðjur til þín frá mér.

                        Guð blessi þig!

                                                      Halldóra.


Bloggfærslur 12. mars 2009

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband