Smá fréttir af mér

Sælt veri fólkið!

Ætla að sleppa því að tala um kosningarnar.Ætla hins vegar að tala um hvað það var gott að fara í messu í morgun. Fer yfirleitt í nessu á sunnudagsmorgnum.Í morgun fór ég í Grensáskirkju,það var ljómandi gott og gefandi.Suma sunnudaga fer ég á tvær samkomur,aðra fyrir hádegi og svo að kvöldinu. Það styrkir bara svo mikið hinn andlega mann að koma í Guðs hús. Það vill svo til að ég fór í annað Guðshús ekki fyrir svo margt löngu,og boðskapurinn var ekki eins og ég vildi.Ég vildi hreint og klárt Guðsorð,en þar var bara spjall um allt og ekkert.Það þótti mér miður.Í morgun talaði presturinn hreint og ómengað Guðs orð.Hann talaði umDrottinn sem góða hirðinn sem er ekki sama um okkur mannfólkið sem er að glyma við allt mögulegt.Og að hann sé fær um að hressa sál okkar.

Þetta er nefnilega alveg satt hjá prestinum.Ég hef reynt þetta sjálf! Að hafa Drottinn með í öllu gefur manni styrk,og veitir blessun. Og nú þegar ny ríkisstjórn tekur til starfa ættu þau að snúa sér til Drottins Guðs himins og jarðar, og biðja hann um vísdóm og visku.Og við ættum að standa vörð um þetta fólk í bæn,svo allt fari vel.Og að þau taki réttar ákvarðanir.Biðjum Guðs vilja yfir land okkar og þjóð.

Kæru vinir,þið sem lesið þetta ! Drottinn blessi ykkur !

                      Kv. Halldóra.


Bloggfærslur 26. apríl 2009

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband