Smá hugleiðing.

Góðan dag!

Ég er svo göð yfir því að fá að njóta sköpunaverks Drottins Guðs.Eitt af því er allur gróðurinn sem herra himins og jarðar hefur útbúið svo fagurlega.Svo eru það blessaðir farfuglarnir, sem koma óra vegu til þess að verpa og búa unga sína undir að fara aftur að hausti ! Þetta finnst mér magnað. Nú það sem af er sumri hef  ég notið þess að horfa á þrastar móður fæða unga sín. Ég set epli út í garðinn minn og svo mætir hún með alla familíuna. Það voru tveir fullorðnir þrestir og fjórir ungar sem hringuðu sig um hálft epli. Þau mötuðu börnin sín af þvílíkri natni og pössuðu að enginn fengi meira eða minna en annar.Og svo voru ungarnir bara eins og hver önnur börn flugust á og stríddu hvert öðru,bara svona eins og hjá okkur mannfólkinu. Ég get eitt löngum tíma við eldhúsgluggan og notið þess að fylgjast með þessari fjölskyldu.Mig grunar þó að það séu fleiri þrastar fjölskyldur sem koma ,þó ég þekki þau ekki í sundur.Það hefur hvarflað að mér að þannig horfi Guð á okkur börnin sín. Gleðjist  með okkur þegar það á við og gráti með okkur þegar það á við.En hann er þarna samt, hjá okkur og með okkur. Og yfirgefur okkur aldrei.Stundum er hugur okkar fullur af allskonar hlutum sem íþyngja en þá er svo gott að hafa Jesú með. Jafnvel þó við förum um dimma dali þá er hann þar.

                Kveð í bili og bið Guð að blessa ykkur.

                                  Halldóra.


Bloggfærslur 2. júní 2009

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband