Þá varð ég reið -kynferðislegt ofbeldi

Komið þið sæl!

Ég er ekki vön að blogga um annað en það sem tilheyrir kirkju og kristni.En nú ætla ég að fjalla um kynferðislegt ofbeldi.Af því að ég varð vitni að því hvernig maður misnotaði  sér aðstöðu sína. Ég var stödd á ákveðnum stað innan um fólk sem ég þekkti ekki neitt.Þannig var að ég sat nálægt þessu fólki.

Það var líf og fjör  og þau með áfengi. Á einum tímapúnkti kallað eldri maður í unga fallega stúlku og bað hana að standa hjá sér þar sem hann sat við borð,ásamt fleira fólki.Ekki veit ég hvort einhver tengsl voru milli hans og stúlkunnar,en finnst það líklegt (kanski var hann afi hennar) Í fyrstu byrjaði hann að tala fallega um hana og hæla henni við borðfélaga sína.Og hún stóð hjá þeim og brosti feimnislega. En svo fór þessi maður að strjúka henni um bakið og klappa henni um leið og hann hældi henni,svo fór hann með hendina á staði þar sem hann á ekkert með.Hann  snéri þannig að ekki sást aftan að þeim, svo hann notaði þetta tækifæri til að þukla. Ég fylgdist með stúlkunni, sem hafði verið brosandi og átti sér einskis ills von. Svipur hennar varð allt í einu eins og hún fengi æluna uppí háls,en yrði að kyngja henni. Ég varð allt í einu svo reið,og hugsaði í fljótu bragði hvernig ég gæti komið henni til hjálpar,en því miður ég sá enga leið.

Þetta atvik hefur ekki farið úr huga mínum síðan og ég finn svo til með þessari stúlku, sem gat ekki farið í burtu.Það var búið að bá til kringumstæður af fullorðnum manni, til þess að gera henni illt.

Eruð þið hissa þó ég sé reið? Ég veit að margar konur og stúlkur verða fyrir þessu ofbeldi,þvi miður.

Hvað er hægt að gera? Hvað hefði ég getað gert? Ég finn mig seka að hafa ekkert getað gert.

En þessi stúlka á samt samúð mína alla.

                                       Kveðja  og blessunar óskir

                                                  Halldóra.


Bloggfærslur 29. júní 2009

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband