1.7.2009 | 23:12
Útivist. Hreyfing er holl.
Komið þið sæl!
Það er sumar og landið klæðist grænni kápu. Blómin skarta sínu fegursta . Fuglsöngur í loft og allt er svo mikið yndislegt. Sjálf reyni ég að fara út að labba á hverjum degi ,og geng venjulega sama hringinn 2 km. sem ég tel bara gott.En við það að fara út og anda að sér hreinu lofti og njóta fegurðarinnar í náttúrunni verður maður svo frískur og glaður. Ég vel helst að ganga meðfram Vífilsstaðalæknum hér í Garðabæ af því að þá fæ ég svo margt í einu.Stórbrotna náttúru hér rétt við miðbæinn,fuglasönginn sem lætur í mínum eyrum eins og hið fegursta tónverk,lækurinn þar sem endur halda til með unga sína og söku fiskur stekkur upp,svona rétt til að minna á að það sé fiskur í læknum.
Svo eru fallegir húsgarðar sem gleðja augað. Og ekki má gleyma grasflötinni sem ég geng á þarna,græn og falleg.Oft er þessi flöt krind mörgum fuglum sem allir syngja sitt lag - fyrir mig!
Og ekki má gleyma góða loftinu sem maður andar að sér,það hressir svo ekki sé meira sagt.
Ég elska þetta allt svo mikið því það gleður mitt litla hjarta,hressir líkama og sál og minnir mig á Drottinn Guð sem sem skapaði himinn og jörð, og gerði allt svo fallegt.
Kæru vinir Notið þennan yndislega tíma til útiveru eins og kostur er. Það hressir ,og er ókeypis.
Svo er það gott fyrir anda og sál að muna að Drottinn elskar. Elskar þig ! Og elskar mig!
Bestu kveðjur og Guð blessi ykkur.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. júlí 2009
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar