25.8.2009 | 17:42
Sprengjutilkynning í Borgarholtsskóla
Góðan dag!
Fréttirnar þessa dagana eru margar dapurlegar,nema fréttin um bláu stólana, fyrir feita fólkið.Það er vissulega jákvæð frétt. En fréttirnar hér heima eru margar svo sorglegar og mann langar bara ekki til þess að lesa allt þetta neikvæða. Á ferðalagi í sumar gistum við hjá vina fólk úti á landi,þar voru engin blöð.Þau kaupa ekki blöðin.Svo þegar við komum í menninguna aftur hafði ymislegt gerst,sem fór alveg fram hjá okkur.Í sjálfu sér var það líka hvíld.Og kanski dáldið sérstakt fyrir frétta sjúkt fólk eins og mig.
Ég er ein þeirra sen fer stundum í fjölmiðla föstu,bara til þess að hvíla hugann.Sleppi blaðalesti og hlusta bara á góða tónlist,og læt kvöld fréttirnar nægja. Mér finnst það viss hvíld. Svo kom þessi frétt um að allir yrðu að yfirgefa skólann og lóðina í skyndi. Sonur minn var þarna og fékk þetta allt beint í æð. Enginn var hræddur held ég ,enda við ekki vön slíku. En ég hef einhvernveginn í dag verið að huleiða það hvað fær fól til að gera slíkt.Vissulega var þar á ferð ógæfusamur piltur.En ég hélt einhvernvegin að hvað sem fólk væri undir miklum áhrifum áfengis eða vímuefnum þá vissi það muninn milli góðs og ills .En þar skjátlaðist mérundir þeim kringumstæðum tekur annað yfir ,það illa. Er það ekki merkilegt að djöfullinn situr um sálirnar til þess að fá þær til að gera það sem rangt er? Mig langar til þess að kvetja okkur öll til þess að gera það sem er fallegt og gott afspurnar, og helst að láta áfengi og vímuefni vera. Sjálf hef ég aldrei notað áfengi eða annað deyfiefni.Svo anda ég bara að mér heilnæmu súrefni. Hugsa að ef Guð hefði ætlað okkur að reykja hefði hann skapað okkur með stromp! Vonandi verða ekki svona göbb tíð hér á landi,nóg er nú samt.Vonandi á þessi ógæfu piltur eftir að rísa upp og sigra vímuefnin.
Þetta var hugleiðing mín í dag!
Góðar stundir!
Halldóra.
![]() |
Játaði eftir yfirheyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 25. ágúst 2009
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar