Móðirin bjargaði barni sínu frá bruna.

Heil og sæl!

Lítil telpa virtii hendur móður sinnar fyrir sér.Hvers vegna ertu með svona ljótar hendur mamma? spurði telpan.Móðirin horfði ástúðlega á barnið sitt og svaraði:Einu sinni þegar þú varst ósköp lítil,sastu hérna við borðið og varst að leika þér.Þá veltirðu lampanum um koll.Hann datt  á gólfið og brotnaði,þá kviknaði í fötunum þínum og ég slökkti eldinn með höndunum.Þessvegna hef ég svo ljótar hendur.Þá tók telpan um hendur móður sinnar,kyssti þær aftur og aftur og tárin runnu niður kinnar hennar og  og hún sagði :Mamma það er enginn með eins fallegar hendur og þú.

Drottinn Jesús fórnaði sér fyrir alla menn með því að deyja á krossi, og hendur hans voru negldar  á krossinn.Naglafarið í lófa hans minnir hann stöðugt á hvað hann elskar okkur hvert og eitt heitt og innilega.Hver sem þú ert og hvað sem þú hefur upplifað í þessu lífi,þá máttu vera viss um að Jesús  fyrirgefur alla misgjörð þína,naglaförin í lófa hans eru tákn um það.  Á þann hátt er nafn okkar ritað í lófa hans.

              Mínar bestu kveðjur til þín, og megi Drottinn blessa þig!

                                         Kv. Halldóra.


Bloggfærslur 12. janúar 2010

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 79742

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband