Á frú Katla von á sér?

Blessuð og sæl!

Við höfum heyrt  vísindamenn tala um og spá gosi á þessum slóðum í  nokkuð langann tíma.  Það synir okkur hvað öll vitneskja um slíkt getur verið góð. Því fólk var ekkert í hræðilegu sjokki,þó auðvitað sé  þetta mikið mál fyrir þá sem búa næst  Eyjafjallajökli.Síðustu nótt gisti ég á Þingvöllu,var þar í sumarhúsi, og svaf á mínu græna án þess að hafa hugmynd um að nokkuð hefði gerst. Það var ekki fyrr en í hádegis fréttunum á leiðinni í bæinn að ég vissi hvers kyns var.En mig dreymdi bæði ísbirni og björg sem hentust úr fjalli út á þjóðveg. Og í morgunkaffinu orðaði ég þetta við bóndann og sagði,þetta er nú örugglega bara fyrir snjókomu,enda eru ísbirnir hvítir,en gos kemur ekki nema í góðu veðri! En þegar ég sagði þetta voru öll fjöll í fjallahringnum orðin alhvít, og við ekki búin að opna fyrir útvarpið.en nutum bara þagnarinnar og kaffisins,sem er alltaf yndælt. Og svo á heimleiðinni sögðum við,æ þetta er ágætt þá fær maður hvíld frá Icesave í nokkra daga.Svo er nú svo merkilegt með okkur Íslendinga að við höldum alveg ró okkar þó gjósi.Enda vitum við af því að við búum á eldfjallaeyju. Það er líka mikið öryggi að hafa aðgang að þessum frábæru jarðfræðingum sem fylgjast með,líka af því að  það er talið að frú Katla eigi von á sér.

Mér kemur í hug orð ú Biblíunni,Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast- segir miskunnari þinn Drottinn.


mbl.is Þurfum að fylgjast með Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2010

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband