19.6.2010 | 16:54
Vel heppnað kvennahlaup í Garðabæ.
Komið þið sæl!
Þá er ég komin heim úr kvennahlaupinu.Veðrið var dásamlegt hér í Garðabænum og nýjustu tölur eru að þar hafi um 6000 konur hlaupið.Ég hitti margar konur annarsstaðar frá,sem koma gagngert til að vera með í Garðabæ, og hafa sumar verið með okkur hér oftar en annarsstaðar. Sjálf hef ég lang oftast verið með.Nema kanski ég hafi verið í sumarfríi.Þó hef ég ekki alltaf keypt mér bol.En á mðan maður er með í hlaupinu er það bara gott mál. Í ár var það nú þannig að elskulegur bróðir minn kom færandi hendi í vikunni og sagði,ég er búin að skrá þig í kvennahlaupið- og færðimér bol!Í lokin var dagskrá þar sem elsti þátttakndinn 91 árs kona fékk blóm og silfur skjöld,einnig söng Ragnhildur Gröndal af sinni al kunnu snilld nokkur lög.Svo kom Ásdís Ólsen og talaði um hamingjuna, og sagði m.a. að hamingjusöm kona fengi að meðaltali tólf knús á dag, og svo kvatti hún okkur til að knúsa hverja aðra.Ein konan kom til mín og spurð,má ég knúsa? Og umleið og við knúsuðum hvor aðra, hvíslaði hún í eyrað ,tólf!
Þetta var frábær dagur í kvennahlaupinu í Garðabæ
Takk fyrir samveruna konur!
Svo fær maðurinn sem færði metalíuna líka þakkir!
Halldóra.
![]() |
Vel heppnað kvennahlaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2010 | 12:37
Páfagaukurinn át þetta.
Komið þið sæl!
Fyrir nokkuð mörgum árum samdi ég þetta ljóð eða sálm, og hengdi upp á töflu vel og vandlega með teiknibólum,fyrir aftan fuglabúr.Og vitið þið hvað? Páfagaukurinn át blaðið ,réttara sagt muldi það niður í svo pínulitlar kúlur að það hét ekki einu sinni pappír.En ljóðið hefur setið nokkurnvegin óbreytt í huga mínum síðan.Og merkilegt er, að ég hverf stundum inn í hugarheim þess sem ljóðið fjallar um:Himininn!
Lendur Guðs mig langar að líta
lendur Guðs mig langar að sjá.
Lendur Guðs og dalina hvíta
lendur Guðs,það er mín þrá.
Lendur Guðs mig langar að líta
lendur Guðs og dali og fjöll.
Lendur Guðs og bogina hvíta
lendur Guðs, og himinsins höll.
Lendur Guðs mig langar að líta
lendur Guðs og himinsins dýrð.
Lendur Guðs mig langar að líta
Lendur Guðs,ei betur er skírð.
Eilífðin er eitthvað sem við forðumst kanski að tala um.En við sem elskum Drottinn Guð vitum að okkar bíður eilíft líf.Það eru margir staðir í Biblíunni sem fjalla um lífið eilífa.Ætla að leyfa ykkur að njóta þessara hugsanna minna.
Bestu kveðjur og blessunaróskir.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 19. júní 2010
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 79733
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar