7.9.2010 | 12:10
Fróðleikur um kirkjuna á Görðum.
Góðan dag!
Garðar á Álftanesi munu vera í tölu elstu kirkjujarða hérlendis.Sr. Þórarinn Böðvarsson í Görðum beitti sér mjög fyrir byggingu nýrrar kirkju á ofanverðri öldinni sem leið,en sú gamla þótti þá orðin heldur léleg.Ný kirkja var síðan vígð árið 1880 og þótti hún ein hin veglegasta á landinu.Þegar kemur fram á þessa öld vaknar áhuginn á kirkjusmíði í Hafnarfirði enda hafði fólki fjölgað þar mikið.Hafnarfjarðakirkja eins og við þekkjum hana í dag var síðan tekin í notkun árið 1914 og voru þá munir Garðakirkju fluttir í nýju kirkjuna í Hafnarfirði sem og annar búnaður.Frá sama tíma er Garðakirkja lögð niður.Útfarir fóru þó fran frá Görðum næstu árin.Eftir smíði Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Komu þó fram tillögur þess efnis að Garðakirkja yrði seld hæstbjóðanda til niðurrifs.HUgmynd þessi féll í grýttan jarðveg m. a. hjá Þórhalli Bjarnasyni biskup. Þó tóku tíu Hafnfirðingar sig til og keyptu þeir kirkjuna til varðveislu.Þessir menn voru áberandi í þjóðfélaginu í þá tíð ,eins og Ágúst Flygenring,Einar Þorgilsson,Carl Proppé og dr. Jón Þorkelsson. Þrátt fyrir framlag þessara manna og góðan hug grotnaði kirkjan smám saman niður og fóru síðustu útfarirnar fram 1937 Voru þakplötur þá farnar að losna og turninn að hruni kominn.Ástand kirkjunnar var orðið bágborið og ljóst þótti þá að henni yrði ekki bjargað nema með ærnum tilkostnaði.Kirkjan á Görðum hafði verið lítið notuðog átti það eflaust stærstan þátt í því að haustið 1938 var hún rifin af þeim sem eftir lifðu af tímenningunum sem keypt höfðu hana fyrr á öldinni. Eftir stóð tóftin ein ,öllu rúin og illa útleikin.
Árið 1953 komu nokkrar konur úr Garðahreppi saman til þess að stofna kvenfélag.Úlfhildur Kristjánsdóttir frá Dysjum vakti máls á því hve ömurlegt ástand Garðakirkju væri orðið. Stakk hún upp á því að hið nýstofnaða kvenfélag myndi beita sér fyrir því að bjarga kirkjunni frá algjörri eyðileggingu.Tillaga Úlfhildar fékk svo góðar undirtektir að segja má að björgun kirkjunnar hafi verið megin verkefni kvenfélagsins fyrstu starfsár þess.Eignaðist félagiðrústirnar og leitaði ráða hjá sérfróðum mönnum Voru kirkjuveggirnir dæmdir nothæfir til frambúðar að því tilskildu að steyptur yrði sökkull undir veggina allt í kring. Verk þetta unnu kvenfélagskonur síðan ásamt mönnum sínum og börnum endurgjaldslaust næstu árin.Ekki nóg með það,heldur safnaðist kvenfélaginu dálítið fé í sjóð sem ætlaður var til frekari átaka. Sumarið 1958 voru sperrur reistar og þak klætt og var þar með lokið tilætluðu verki. Kirkjurústunum var borgið.
Sumarið 1959 var samhliða alþingiskosningum kosið,um hvort íbúar Garðahrepps vildu endurbyggja Garðakirkju sem frambúðar safnaðarkirkju.Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta.Næstu mánuði var unnið að undirbúningi stofnunar Garðasóknar og var stofnfundurinn síðan haldinn í upphafi árs 1960.Fyrsta verkefni sóknarnefndarinnar var að taka við Garðakirkju úr höndum kvenfélagskvenna og halda endurbyggingunni áfram.
(Við samantekt þessa var að mestu stuðst við skyrslu séra Garðars Þorsteinssonar prófasts vegna vísitasíu Biskups árið 1971).
Merkileg lesning sem ég fékk í hendur í morgun,frá góðum manni sem ég hitti.Hafi hann þökk fyrir !
Guð blessi ykkur daginn!
Kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. september 2010
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar