12.2.2011 | 15:43
Hugsað upphátt.
Sæl og blessuð kæru bloggvinir!
Í dag ætla ég að hugsa upphátt.Þannig er að ég hef oft hugsað um það hvílik snilld það var að skaparinn Sjálfur Guð faðir, skyldi gefa mannkyninu boðorðin 10.Las það einhversstaðar að það hefði hann gert til þess að við sköðuðum okkur ekki,en það er eins og með svo margt,við erum endalaust að brjóta þessar örfáu reglur.Og við gerum okkur að ösnum í staðinn.Ég hef verið að taka sjálfa mig í gegn um tíma og reynt að vanda mig og brjóta ekki þessar reglur.Mér finnst eins og boðorðið,þú skalt ekki ljúgvitni bera, vera eitt það boðorð sem oftast er fallið fyrir.Á dögunum var ég að tala við konu um verð á flíkum á útsölunum.Hún sagðist hafa farið í eina ákveðna búð og verslað dáldið,sem ég bara samgladdist henni yfir að hafa gert,svo fórum við að tala um verðið ,sem ég vissi mjög vel um því ég hafði nýlega farið þar inn, og hún nefdi verð á flík og sagði ákveðna tölu sem ég vissi að gat ekki verið rétt.Hún verslaði fyrir háa upphæð en sagði mér verð sem stóðst engan vegin.En það sem mér fannst svo furðulegt af hverju hún laug að mér.Hún hefði bara getað sagt að þetta hefði kostað sitt eða eitthvað álíka.En hún vissi að nýlega hafði ég farið í aðra búð og keypt ákveðna flíka á mjög lágu verði og kunni kannski ekki við að segja mér sannleikann.En mér var alveg sama hvað þetta kostaði,útaf fyrir sig.Og hún mátti alveg kaupa sér það sem hún vildi. En, útfrá þessu hef ég verið að hugsa um það af hverju þurfum við að ljúga hvert að öðru? Því að um leið og hún laug þarna blessuð konan var eins og það kæmu asna eyru upp með eyrunum hennar.Ég varð einhvernvegin rosalega hissa, og hugsaði um Jesú sem þarf endalaust að horfa upp á börnin sín syndga.
Þetta hljómar kannski eins og ég hafi aldrei fallið í synd,en það er öðru nær,ég er mikill syndari,en ég á líka fyrirgefningu í blóði Jesú, og um tíma hef ég verið að taka sjálfa mig í gegn og reyna að vanda mitt líf til orðs og æðis.
Það eru líka níu boðorð auk þessa sem um er rætt í þetta sinn,en ég læt þetta duga núna, og bryni okkur kristið fólk til þess að vera góðar fyrir myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 12. febrúar 2011
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar