13.4.2011 | 15:51
Hugleiðing.
Set hér inn hugleiðingu út frá Jóh. 5.1-8
Þessi frásaga Bibliunnar af Jesú er mjög sérstök. Í fyrsta lagi er okkur sagt frá þessari sérstöku laug,sem engill Drottinns sté niður í og hrærði vatnið.Og svo segir guðspjallamaðurinn okkur frá því að sá sem fyrstur fór ofan í vatnið læknaðist.Það var einhverskonar lækningar máttur sem bjó í þessu vatni.Og þarna hafa eflaust legið margir við bakkann.Og fólk reyndi að komast fyrst ofan í. Á meðal þessa fólks var þessi ungi maður sem var búinn að vera lamaður í þrjátíu og átta ár.Og hugsið ykkur hvað hann var búinn að vera oft fyrir vonbrigðum,það fór alltaf einhver annar á meðan hann var að mjaka sér áfram.Kannski hafði hann bara hendurnar til að mjaka sér áfram, og kannski ekki einu sinni það.Við vtum það ekki.En allavega þá kom Jesús þarna og þarna lá fjöldi fólks,blindir, haltir, lamaðir sem biðu hræringar vatnsins.Jesús sá þennan mann þar sem hann lá og vissi að hann hafði verið lengi sjúkur..Og Jesús kemur til hans og segir: Villtu verða heill? Hinn sjúki svaraði : Herra ég hef engann til að láta mig í laugina,því meðan ég er að reyna að komast ofan í fer einhver annar á undan mér.Jesú segir við hann:Stattu upp,tak rekkju þína og gakk.Þessi rekkja hefur sennilega verið einhverskonar dína.Jafnskjótt varð maðurinn heill,tók rekkju sína og gekk.
Þessi frásaga af Jesú finnst mér alltaf svo stórkostleg.Hún segir frá manni sem æ ofan í æ fyrir vonbrigðum og enginn rétti honum hjálpar hönd.Hann var einn með sín vonbrigði og kannski þurfti hann að betla sér fyrir mat.Kannski vildu foreldrar hans og fjölskylda ekkert með hann hafa.
Svo kemur Jesús þarna að því er virðist óvænt.Gengur að honum og spyr ,villtu verða heill?Þá svarar hann : Ég hef engann....Þá grípur Jesús inn í þessar kringumstæður og segir,stattu upp,tak rekkju þína og gakk.Jafn skjótt varð maðurinn heill.Við hefðum haldið að maður sem hafi verið lamaður svo lengi þyrfti að átta sig á breytingunum,en þarna kom Jesús og gerði hið ómögulega.Jesús kom mannlega talað inní ómögulegar kringumstæður og gerði hið ómögulega.
Við erum kannski í vonlausum kringumstæðum og okkur líður kannski ekki vel með það.Og þér finnst eins og allir aðri fái bænheyrslur og hjálp frá Drottni,eins og var hjá þessum unga manni.
En gefstu ekki upp,Jesús getur líka gert hið ómögulega fyrir þig.þú átt kannski ástvini sem hafa villst frá Guði, og þú ert að biðja.Biðja,biðja,biðja og ekkert gerist.En verum úthals góð í bæninni.Því jesús getur gert hið ómögulega fyrir þig líka ef þú missir ekki sjónar af honum.
Lífið er stundum stormur í fangi,og við verðum jafnvel þreytt að hafa alltaf mótvind.Og við verðum þreyttar og lúnar,þá er svo gott að muna orðin í Jes. Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu að hún miskunni eigi lífs afkvæmi sínu.Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér sant ekki.
Alltaf alla daga ,allar stundir,eru það börnin okkar sem við konurnar erum með efst í huga,velferð þeirra og hamingja.Og okkur finnst það ekki geta verið að móðir geti gleymt brjóstbarni sínu.Hvað þá Jesús, við erum í huga hans eins og börnin eru í okkar huga,Hann hefur augun á okkur , og ég hef þá trú að ef við værum ekki svona trúföst í bæninni,væru hlutirnir jafnvel verri.
Það stendur í orðinu að Jesús sitji við hlið föðurins á himnum hinum sanna tilbeiðslu stað og biðji fyrir okkur!Og á öðrum stað: Hann er upprisinn og er við hægri hönd föðurins og biður fyrir oss.
Segja má að bænin sé að anda að sér anda Guðs.Heilagur andi fyllir okkar andlegu lungu og gerir okkur hress og heilbrigð og gefur okkur eilíft líf.Þeir sem stöðva andardrátt bænarinnar deyja.Þessvegna verðum við að lifa samfélagi við Guð.
Lamaði maðurinn var í þannig ástandi að hann gat hvorki hrópað né andvarpað til jesú.Hann var í svo vonlausum aðstæðum,en þá kom Jesú og gerði hið ómögulega fyrir hann!
Kannski ertu þreytt og jafnvel lasburða og átt erfitt með að setjast niður og finna næðisstund.
Veistu, þá kemur Jesús bara til þín,eins og til þessa unga manns sem lá ósjálfbjarga og gat sig ekki hreyft.Drottinn vill hressa þig og blessa! Og vera með þér í dagsins önn.
Og ég vil blessa þig með blessunarorðunum:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig!Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig!
Og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig, og gefi þér frið!
Í Jesú nafni Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. apríl 2011
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 79728
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar