24.2.2010 | 22:11
Höfða mál gegn Jóni útaf handlaug.
Heil og sæl!
Ég verð nú bara að segja það að mín íbuð er innréttuð mestmegnis af vörum frá IKEA og það sem meira er ég er hæst ánægð.Flottheitin í kringum útrásar fólkið hefur verið svo mikil gegnum tíðina að það sem okkur þessum venjulegu finnst mjög gott og er hagstæð kaup, er drasl hjá þeim.Mér finnst heldur ekkert að því að setja handlaug í leigu íbúðina aðeins ódyrari ,heldur en úr gulli. Hef einu sinni komið í hús þar sem voru gull kranar á salerninu og marmara vaskur, og ég segi það í fullri alvöru að mér þótti óþæginlegt að þvo mér um hendurnar í þannig græju.Sennilega líka af því að það hlógu allir svo mikið af þessu tildri. En í Jóns og Ingibjargar tilfelli þá hefur leigjandinn búist við einhverjum öðrum klassa.En að það sé verið að kasta matarleifum niður á svalirnar hans frásvölum eigendanna er ekki líkt neinu.Það eru ákveðin mörk í öllum hlutum í þessu lífi, og allir verða að virða þau.
Hin kristna hugsun er að gera öllum mönnum gott.Og að það sem þú villt að aðrir geri þér skalt þú og þeim gjöra. Það er sjálfsagt mál að við séum kurteis og virðum hvert annað,því allir menn verða að koma fram fyrir dómstól Guðs að lokum. Við skulum vera þakklát fyrir það sem við höfum og erum,því það kemur sá dagur að aðeins eitt skiptir máli,það að gera köllunog útvalningu sína vissa frami fyrir Drottni Guði.
Friður sé með þér!
Halldóra.
Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau eru nú bara svo góð að sjá leigjandanum fyrir mat, því ekki hefur hann efni á því að eta, vegna okurleigunnar sem þarna er,
Sveinn Elías Hansson, 24.2.2010 kl. 22:27
Eru ekki allir kranar úr gulli í húsi hjá fólki? Aldrei myndi ég þvo mér um hendurnar nema í vaski úr marmara og sem væri með krana úr gulli....
Óskar Arnórsson, 24.2.2010 kl. 23:40
Iss, það er ekkert varið í þetta nema vaskurinn sé skorinn út úr demanti.
Jóakim (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.