Sumt breytist ekki.

Komið þið sæl!

Það er yndislegur dagur í dag! Og ég er glöð og þakklát fyrir svo margt, og ég er innilega þakklát fyrir lífið! Og mér finnst gaman að lifa, og ég þakka Guði fyrir það! Frá því ég var í barnaskóla er tvennt sem ég man best eftir.Annars vegar hveernig lögð var áhersla á að kunna að lesa og það hratt. Og ég varð læs, og las hratt.Og svo hitt að eitt sinn áttum við að gera stíl um hvernig við héldum að lífið yrði árið 2000.Og ég man eftir þessum stíl, sem var nú bara nokkuð góður miðað við aldur.En í þessum stíl kom fram að ég héldi að lífið yrði nokkuð svipað og það er nú, nema hvað að á hverju heimili yrði vélmenni sem hjálpaði til við húsverkin, og ég sagði að ég héldi að sjónvörpin yrðu stærri, og að það yrðu litasjónvörp.Svo man ég að ég sagði að ég væri viss um að það yrði mikið sorp.Og það þyrfti einhvernvegin að farga því .En ég vissi ekki hvernig það yrði gert,það myndi örugglega leysast því þetta var jú skrifað árið 1967. Svo ég taldi að öskukarlar og öskubílar  myndu ekki hætta.En kanski yrði þetta aðeins hreinlegra. Já svo sagði ég að börn færu örugglega í sunnudagaskóla árið 2000 og ég tryði því að það væri gott fyrir hvert barn.

Þegar ég hugsa til þessa tíma þá sé hvað trúin á Jesú Krist er mikilvæg hverrri manneskju.Og ég sé líka að þó allt breytist í þessu lífi þá bregst Drottinn Jesú ekki.Hann er með og verður það til enda veraldar. Hann elskar alla menn og vill vera vinur þinn! Gerðu hann að vini þínum strax!

                                                 Kærar kveðjur

                                                      Halldóra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband