Nokkrar hugsanir í tilefni dagsins

Komið þið sæl!

Á svona fögrum degi eins og er í dag,heiður himinn og hiti um 20 gráður þá er lífið oftast léttara,og fólk klæðist sumarfatnaði og fer meira út.Út að hjóla,ganga eða til að syna sig og sjá aðra.Og það er gott.

En hver dagur hefur sinn sjarma,líka vinnudagarnir.En við hugsum kannski sjaldnast út í það að Drottinn Guð stendur á bak við hvern dag,hverja stund . Og allt er svo fallegt  af hendi hans og við gleðjumst vegna fallegu blómanna sem prýða borg og bæ á þessum tíma árs.hver mínúta lífs okkar er gefin af Guði og þessvegna eigum við að fara vel með lífið okkar.Lifa hollu og heilbrygðu lífi og vera öðrum til blessunar.En því miður er lífið sumum ekki þessi gleði og ánægja,en hvort heldur sem er þá er bænin okkur öllum gefin, og við meigum biðja Drottinn Guð að vera með okkur í ólgusjó lífsins.Hvað sem hver segir þá er betra að eiga bænina og Drottinn Guð að.Hér er ein gömul bæn sem gott er að fara með: Leiddu mína litlu hendi,ljúfi Jesú þér ég sendi,bæn frá mínu brjósti sjáðu,blíði Jesú að mér gáðu.Biðjum með börnunum okkar og kennum þeim fallegar bænir og verum dugleg að biðja fyrir þeim.Því við viljum jú öll sjá að þau verði gæfusöm! Og við meigum tala um okkur sjálf við Guð,hann heyrir vissulega,jafnvel þó að við sjúm ekki bænasvarið um leið,þó það gerist stundum. Verum góð við hvert annað,brosum og horfum á okkur sjálf út frá þeim punkti að við erum sérhönnuð af Guði.Og við skulum vera jákvæð.

  Guð gefi ykkur góðar stundir.

                                     Halldóra.

         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband