7.8.2010 | 22:12
Alvarlegar hugsanir.
Komið þið heil og sæl!
Hér á eftir fara nokkrar alvarlegar hugsanir,sem er jafnan gott fyrir okkur öll að hugsa aðeins um.En það var á dögunum að ég mætti konu á förnum vegi.Og samtalið sem við áttum pirraði mig óskaplega.Hún notaði þessar örfáu mínútur sem við ræddum saman til að tala illa um annað fólk.Ég reyndi margsinnis að stoppa hana,en það gekk ekki ,hún hélt bara áfram.Ég reyndi að segja aumingjans fólkinu eitt og annað til varnar en þá kom hún bara með aðra sögu um þetta fólk.Fólkið sem hún talaði svona illa um er að mínu viti mjög vandað og má ekki sitt vamm vita.Þá gekk ég í burtu en hún kallaði þá aftur á mig og hélt áfram.Loks ins komst ég þó í burtu. Svona lagað líkar mér mjög illa og ég þoli ekki að fólk sé að tala illa um aðra.Sem kristið fólk er það rangt að tala illa um aðra. Og Biblían segir okkur að úr sama brunni getur ekki komið heilnæmt og súrt vatn.Kristinn maður þarf að vanda mál sitt.Það skal tekið fram að umrædd kona er ekki úr kristna geiranum.Við erum fulltrúar Drottins Guðs þar sem við förum og við ættum að muna að við erum erindrekar hans. Þessvegna kæru vinir verum meðvituð um orð okkar.Við höfum ekki leyfi til að tala illa um aðra. Segi þessa sögu hér til að minna okkur á. Við þurfum kvatningu til góðra verka og uppbyggjandi orða.Verum vitur gott fólk og blessum og uppörfum með orðum okkar.
Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það finnst bara einn Guð og það guðinn í okkar eigin hjarta.
Þann guð hafa allir og hefur ekkert með kristni eða önnur trúarbrögð að gera, heldur einungis að guðinn í hjarta fólks fái næringu með kærleika!
Hafðu það sem best með okkar allra sameiginlega kærleiksguði M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2010 kl. 23:16
Sæl og blessuð
Ekki er ég sammála Önnu Sigríði. Við höfum val að biðja Jesú Krist um að verða leiðtoga lífs okkar og þá tökum við á móti honum í litla hjartahúsið okkar sem verður hvítt og hreint.
Halldóra mín, vildi að allir væru eins vandaðir eins og þú. Þetta er allt rétt hjá þér.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.