Besti vinurinn.

Komið þið blessuð og sæl!

Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst Drottni Jesú Kristi um leið og ég hafði vit til.Þannig að við höfum verið vinir alla  tíð.Hann er vinur sem svíkur ekki ,en er örugg hjálp í nauðum.Þegar ég ólst upp voru aðeins sálmar sungnir í hinum kristna heimi,ekki kórar eins og við þekkjum í dag.Hér er einn sem er í uppáhaldi hjá mér og ég raula stundum í dagsins önn.

Sá vinur er hjá mér er huggar mig senn

og hjálpar í sárustu neyð.

Sá vinur er Jesús hann elskar mig enn.

hann elskar í lífi og deyð.


Af náð hans og miskunn ég útvalinn er

Nú er ég hans frelsaða barn,

Hann sleppir mér ekki hann áfram mig ber

um eyðimörk lífsins og hjarn.

 

Hann yfir mér vakir á æfinnar braut

og aldrei hann þreytist sem ég.

Hann gengur við hlið mér í gleði og þraut

Og gefur mér ljós á minn veg.

 

Ég óttast ei freistarans illvíga her

því Ísraels Guð er mín borg.

Hann verndar og huggar mig hvar sem ég er.

Og hann þekkir einn mína sorg.

 

Að friðarins landi mig báturinn ber

þótt bylgjurnar rísi við stafn.

Minn Drottinn og frelsari innanborðs er.

Ég elska og lofa hans nafn.

                           Nils Frykman- Sigurbjörn Sveinsson.

 

Höfum það í huga allar stundir kæru vinir, að lausnin og hjálpin er að fá hjá Jesú Kristi.

                              Guð blessi þig!

                                                          Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband