Áhugamálin mín.

Komið þið blessuð og sæl!

Hef verið að hugsa um áhuga málin mín,hvað mér finnst gaman að gera.Og ég komst að því að ég hef áhuga á svo mörgu.Og mér finnst skemtilegt að lifa! Ég hef áhuga á heilsurækt og stunda hana á minn hátt,og ég hef áhuga á að elda góðann mat.Svo hef ég líka mikla unun af að elda og borða það sem við köllum hollari mat. Og mér finnst gaman að baka,mér finnst ofboðslega gaman að þrífa og taka til.

Og mér finnst líka mjög gaman að vera með fjölskyldunni minni.Þau eru örugglega efst í þessum lista. Svo hef ég mjög miklar mætur á að þjóna á Guðs ríkinu, og tala við fólk og leiðbeina og biðja með því. Og ég elska að syngja falleg lög,hef reglulega gaman af gömlu sálmunum sem voru sungnir hér áður fyrr.Mér finnst líka mjög gaman að fara í ferðalög og skoða landið mitt. Og fuglaskoðun er líka áhuga mál, einnig safna ég sérkennilegum mannanöfnum.Og ég prjóna og sauma út. Og mér finnst líka gaman að lesa Biblíuna og kafa ofan í textann. Já þetta er dá góður skamtur fyrir konu eins og mig!

Nú ætla ég að segja þér frá áhugamáli Drottins Guðs: Hann þráir það eitt að þú glatist ekki og gefir honum líf þitt. Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

                                 Drottinn blessi þér daginn!

                                     Kærleiks kveðja

                                            Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk fyrir að minna mig á þrá Guðs fyrir mitt líf - þú ert blessun - bloggblessun

Ragnar Birkir Bjarkarson, 4.11.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband