Gullkorn út í daginn!

Sælt veri fólkið!

Sálmur 138....................................................

Ég vil þakka þér af öllu hjarta,

lofsyngja þér frammi fyrir guðunum.

Ég fell fram,sný að þínu heilaga musteri

og lofa nafn þitt sakir miskunnar þinnar og trúfesti

því að þú gerðir nafn þitt og orð meira öllu öðru.

Þegar ég hrópaði bænheyrðir þú mig,

þú veittir mér hugrekki og jókst mér kraft.

Allir konungar jarðar skulu lofa þig ,Drottinn,

er þeir  heyra orð af munni þínum.

Þeir skulu syngja um vegu Drottins 

því að mikil er dyrð Drottins.

Drottinn er hár en lítur þó til hins lága,

þekkir hinn drambláta í fjarska.

Gangi ég gegnum þrengingar

lætur þú mig lífi halda,

þá réttir þú fram hönd þína gegn reiði óvina minna

og hægri hönd þín bjargar mér.

Drottinn mun fullna verk sitt fyrir mig.

Drottinn,miskunn þín varir að eilífu.

Yfirgef eigi verk handa þinna.

 

Annað gott veganesti úr orði Guðs sem ég var að lesa í morgun og gott er að hafa í huga

Dæmið ekki svo sð þér verðið ekki dæmd.Því að með þeim dómi,sem þér dæmið,munuð þér dæmd verða og með þeim mæli sem þér mælið,mun yður mælt verða. Matt. 7:1-2

Guð blessi ykkur, og megi þessi gullkorn úr Biblíunni fylgja ykkur út í daginn!

                                 kveðja 

                                          Halldóra Lára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband