Hrifning á opnunartónleikum.

Sælt veri fólkið!
Get ekki annað en samgleðst Sinfóníuhljómsveit Íslands að vera komin í flott húsnæði.Það voru allskonar hugmyndir um þetta hús meðan verst gekk.Að peningunum hefði verið betur varið osvfr. og það er vínkill útaf fyrir sig.En menningarborg eins og Reykjavík þarf líka hús fyrir flottar uppá komur.Vonandi eiga margir eftir að eiga góðar stundir í þessu húsi. Til hamingju!

Svo er annað að það er líka mikil þörf á því að byggja sitt andlega hús á bjargi,sé það ekki gert getur farið fyrir manni eins og náunganum sem byggði sitt hús sitt á sandi.

Góðar stundir!

Halldóra Ásgeirsdóttir.


mbl.is Hrifning á opnunartónleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hvers vegna er fyrsta verkið "þjóðsöngur" Evrópusambandsins? Hvers vegna flutti Symfóníuhljómsveitin ekki þjóðsöng Íslands við opnunina?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2011 kl. 02:02

2 identicon

Þetta er ekki Þjóðsöngur Evrópusambandsins þetta er meistaraverk eftir meistara Beethoven! og ''europe anthem'' er byggt á loka kafla þess stykkis . þjóðsöngur Íslands er einsog ískur í disk þegar þú dregur gaffal eftir honum við hliðin á þessu þessvegna var þetta spilað. Ekki samsæri um Evrópusambands aðild þó ég sé á móti Inngöngu þá er óþarfi að sjá allt slæmt við það , ég vænti þess að þú ferðist ALDREI til evrópu er það ?

valdi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 05:32

3 identicon

Fyrsta verkið sem var flutt í Hörpu var reyndar "Velkomin Harpa" eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en það verk sigraði í samkeppni meðal íslenskra tónskálda um opnunarverk fyrir húsið. Svo það sé nú rétt til bókar fært. Á eftir því kom píanókonsert eftir Grieg, og þá kom hlé. Og ég held að ég geti bara alveg fullyrt að það hafi enginn í húsinu í gærkvöldi verið að hugsa um ESB. Hins vegar voru allir ákaflega glaðir yfir því að þetta fallega, vandaða og yndislega hús skuli hafa risið, þrátt fyrir allt. Og svo fóru allir inn aftur og létu hrífast með í frábærum flutningi á frábæru tónverki. Sem er hafið yfir allt sem heitir pólitík og dægurþras.

Með kveðju, Halla

Halla Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband