Horfur einna dekkstar á Íslandi

Sælt veri fólkið!
Nýleg spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um þróun hagkerfa heimsins til ársins 2016 kemur Ísland illa út af því er segir í frétt. Ég er nú ekkert sérlega trúuð á svona framtíðar spár,af því að ég hef þá sterku trú,að Guð faðir skapari himins og jarðar hafi líf okkar og afkomu í hendi sér.En Guð hefur gert hlutina þannig að við verðum að biðja hann um að blessa okkur,land og þjóð!Og ég er þess fullviss að hann mun ekki bregðast okkur! En við verðum að biðja hann.Blessa þú íslenskt hagkerfi góði Guð, og stýr því til heilla! Ég held nefnilega að Guð langi að gera miklu meira fyrir okkur, við biðjum hann bara ekki.Þess vegna kvet ég okkur öll til að biðja fyrir Íslandi og þjóðinni okkar, og biðjum Guð að stýra öllu hagkerfinu til heilla!Og biðjum hann að gera okkur að góðum ráðsmönnum gæða hans.Við þurfum ekkert að óttast ef við leggjum líf okkar í hans hendur!

Góðar stundir!
Halldóra .


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldora......would it be better if he heped the starving and the homeless?

Fair Play (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 17:45

2 identicon

góðar stundir??????       ég held að þú annaðhvort horfir of mikið á stöð 2 eða þú hlustar of miið á bylgjuna.

geerree (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 17:45

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Held að guð hafi ekkert um þetta að gera. Það á frekar að koma VG frá völdum svo eitthvað muni gerast í atvinnulífinu. Fá erlenda fjárfestingu inn í landið.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2011 kl. 21:21

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co(sleggjan og hvellurinn) Var Samfylkingin ekki bæði í Hrunstjórninni og nú í helfarastjórninni? Er það ekki samfylkingin sem fékki öllum sínum málum í gegn og VG þurtu að lúffa á öllum sviðum? Var hlutskipting þessara tveggja flokka ekki þau að VG fékk nokkra stóla og hlígu andreissinns í stjórnaráðinu á meðan samfylkingin ræður logum og lóðum?

Eða er samfylkingin stikkrfí af öllu því sem hún gerði af sé og er að gera af sér?

Þar fyrir utan, úr hvaða flokki kom ráðherran sem átti að sjá um Bankamál(Banka og viðskiftaráðherra) í hrunstjórn Geir H Haarde 2008?

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.5.2011 kl. 22:24

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Halldóra já þú segir það....

Þó svo að máttur bænarinnar geti verið mikill þá er hægt að afvegaleiða fólk með trúnni, að ætla það að Guð einn og sér hjálpi okkur út úr þessari stöðu með bæn er ekki að gera sig þó svo að hugsunin ein og sér sé falleg...

Ég veit um einstakling sem hefði átt að fermast eftir rúma viku en hann er hættur við vegna þess að hann trúir ekki á Guð, segir að bænin virki ekki og það sé alveg sama hvað hann biðji mikið það rætist ekkert....

Ég er alls ekki að gera lítið úr bæninni og myndi aldrei gera það vegna þess að hún virkar og ég trúuð en það verður að vera á jörðinni með hlutina, og það má kannski byðja Guð um að hjálpa okkur að finna kraftin og eljuna í rétta átt og blessa Þjóð og Land...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.5.2011 kl. 08:25

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæl Ingibjörg, Guð gefur manni ekkert, séstaklega ekki ef það er það sem manni langar í. En það sem þú þarft setur Hann alltaf fyrir framan þig. Spurningin er svo hvort þú sjáir það:)

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.5.2011 kl. 08:38

7 identicon

"Guð hjálpar þeim sem hjálpar ser sjálfur " og það sem að hann veit þíg óska og þrá og VILJA GERA AF RETTLÆTI  við það hjálpar hann þer ! Og engin vafi að bænin hefur sterk og góð áhrif ...en sammála  Brynjari Þór  ´,þú þarft lika að taka eftir þvi sem hann býður þer eða setur fyrir framan þig og þá hvert það stendur uppá þitt geð að þyggja það ?? Sumir segja að Guð geri aldrei neitt fyrir sig eða heyri ekki til sin .... þeir hvorki heyrðu sjáfir eða heyrðu  ..það er málið !!En sannarlega er eg hlynnt þvi að biðja fyrir landi og þjóð og hun öðlist skynsemi til að taka höndum saman um að byggja upp landið sitt með  trausti og virðingu okkar  hvert fyrir öðru    .... þó persónulega se eg þeirra skoðunar að við þurfum ennþá dýpra i öldudalin til að öðlast  ,litilæti , virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum og  öðlast tillitsemi  án þess að krefjast og heimta ,til þess að Guð treysti okkur fyrir hlutverkinu "AÐ LIFA ÁN SKILYRÐA "!!  aðeins i kærleika ....

Ransý (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 11:13

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Brynjar

VG hefur fengið sínu framegn á mrögum sviðum. T.d banna mellukaup, banna stripp, banna ljósabekki, banna bjórauglýisngar, banna póker auglýsingar, jafna kynjahlutföll í stórn fyrirtækja, svo þessi yndislegta skattastefna.

Samfylkingin er í rugli líka.... þá sérstaklega fyrir að leyfa VG að stoppa hjól atvinnulífsins.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2011 kl. 15:00

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co, hafirðu ekki tekið eftir því þá var þetta á stefnuskrá samfylkingarinnar líka þannig að samfó 31- 0 vg

Hver ber fulla ábyrð á því þessari stöðu? Svarið er Samfylkingin

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.5.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband