Saga mín-Kraftaverkið!

Góðan dag!
Í dag er uppstigningadagur,þar sem minnst er uppstigningar Jesú Krists.Og nú dvelur hann í himninum við hlið föðurins.
Í Postulasögunni er skrifað um þennan atburð,þar er sagt frá því að Jesús varð uppnuminn að lærisveinunum ásjáandi.Hann var að segja þeim frá því að ,þeir myndu öðlast kraft er heilagur andi kæmi yfir þá og að þeir yrðu vottar hans í Jerúsalem og og allri Júdeu,Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.Þegar hann hafði þetta mælt varð hann uppnuminn að þeim ásjáandi og ský huldi hann sjónum þeirra.Og það segir í textanum að þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf,þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: Galileumenn hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús sem varð uppnuminn frá yður til himins,mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.

Merkileg frásögn.Svo er Jesús mitt á meðal okkar í sínum góða heilaga anda!
Og hann starfar í dag meðal þeirra sem vænta hans.Ein mesta breyting sem hægt er að finna fyrir í lífi sínu þegar Jesús er orðinn frelsari okkar,er þessi einstaki friður,sem er æðri öllum skilningi!
Sjálf hef ég gengið lífsveginn með þá óbilandi trú að Jesús sé með mér, og hjá mér og heyri bænir.Stundum fæ ég bænasvar strsx,en í sumum tilfellum hef ég þurft að bíða lengi,lengi.

Ég á mér sögu eins og við öll.Og ég hef ekki sagt mörgum þessa sögu,enda hef ég ekki áhuga á að tala mikið um mig.Hef því meiri ánægju af að tala um Jesú.

Saga mín er sú að fyrir 48 árum, þá fimm ára glímdi ég við ákveðin veikindi,sem sett hafa mark á mitt líf á ýmsann hátt.Það versta var höfuðverkur sem ég hef haft nótt og dag öll þessi ár.Verkur sem skerti verulega lífsgæði mín.En ég tók þá ákvörðun að láta þetta ekki stjórna mínu lífi,að svo miklu leyti sem það er hægt.

ég hef alla tíð þekkt leið bænarinnar, og það hefur verið mikið beðið fyrir mér.Foreldrar mínir báðu trúarbænir, og móðir mín biður en.Og vinir og trúbræður hafa beðið, og svo auðvitað ég sjálf, maðurinn minn og fjölskylda.

Svo var það í vetur að mér var bannað að taka inn þau verjalyf sem hafa hjálpað mér hvað mest.Og þegar læknirinn sagði þetta þá spurði ég á móti, hvað á ég þá að gera? Hann sagði,þú verður bara að læra að lifa með þetta.
Um leið og ég fór frá honum sagði ég við Guð,nú er komið að þér þú verður að hjálpa mér.Enda þesssi höfuðverkur ekkert venjulegur,í einu orði sagt,bara vondur og af verstu gerð.Síðan hefur tíminn liðið og engin verjalyf tekin.

Um páskana síðustu, var ég undir miklu álagi,þá fórum við að taka eftir mikilli breytingu.Og þau sem þekkja mig best nefndu að augun væru breytt.
Öll sú sára kvöl sem ég hafði búið við hafði byrst í augunum.Frá því ég hætti að taka verkjalyf eru liðnir nærri fimm mánuðir, svo það er komin góð reynsla á þetta kraftaverk.

Langar til að segja frá þessu kraftaverki,sem kvatningu fyrir þau sem eru að biðja Guð um sitt kraftaverk.

Loka orðin verða því,sýnum úthald! Og Biðjum án afláts!

Kærleiks og blessunaróskir!

Halldóra Ásgeirsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband