Vilja veiða rjúpu áfram.

Góðan daginn!

Ymsir vilja að veiðar á rjúpu verði óbreyttar áfram.Og ég skil þá sem vilja ólmir fá rjúp á jólunum.En ég held að við verðum að gera eitthvað til að vernda þennan viðkvæma fuglastofn.Þar sem við erum með bústað hefur rjúpan verið einn af þeim fuglum sem hafa verið þar.Og yfir vetrar tímann þá hefur hún verið í hópum í garðinum mínum og setið á þökum allt í kringum okkur. Í hittið fyrra var það þannig, og ægifögur sjón að sjá þennan fugl vappa um í snjónum í fullkomnum friði.En við tókum eftir því að þetta er breytt ástand,síðasliðinn vetur var fátt um rjúpu á þessum stað, og í sumar er leið sá ég aldrei rjúpu með unga eins og ég hef oft áður séð.Þá getur maður ekki annað en hugsað um að það verði að friða þennann fugl,ef ekki á að fara fyrir honum eins og geir fuglinum!
Á þessum slóðum sem ég er með í huga sá ég mann með rjúpur sem hann veiddi þegar algert bann var í gangi fyrir nokkrum árum.Það hryggði mig að fólk skuli ekki getað farið eftir reglum.Ég íhugaði að láta yfirvöld á svæðinu vita eða lögregluna,en gerði hvorugt.kannski hefði ég átt að gera það, og myndi sennilega gera núna.Því reglur eru til þess að fara eftir þeim.

Talandi um fugla,þá búa hér dísar páfagaukar í búri,alls fimm stikki.Foreldrarnir Gosi (sem við héldum að væri strákur,en er svo kvenkyns eftir allt) og Títus,ásamt þremur ungum.Þar sem það er orðið mjög þröngt í búrinu eru þeir til sölu.Það má hafa samband við mig í 849 - 6613 og son minn Gunnar í 847 - 5971.

Guð blessi ykkur daginn!

Halldóra.


mbl.is Vilja veiða rjúpu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Vorið 2010 voru 800.000 varpfuglar og verptu(áætlað) 5.000.000 til 8.000.000 eggjum(hver fugl verrpir 10-12 eggjum og flestir náðu tveim vörpum og það var algengt síðasta sumar). Veiðimenn tóku 75.000 þannig að það ættu að vera eftir um 9.000.000 fuglar eftir mínus það sem refurinn, fálkinn og minkurinn tekur. En í haust voru 350.000 fuglar (áætlað) eftir. Það vantar alla veganna 8.000.000 fugla.

Hverju mun það bretta að friða fuglinn? Árið 1995-2005 voru 5000 fuglar merktir á ári með gps sendum og ef þeir stoppuðu í 12 tíma var farið að leita eftir fuglinum til að rannsaka dánarorsökina. Í ljós kom að tófan drap 40%, fálkinn 20% minkurinn um 17% og veiðimaðurinn um prósent. Síðan þá hefur fálkanum fjölgað um þrefalt minkurinn tvöfalt og refurinn um fimmfalt. Spurningin er þá þessi, hvaða áhrif munu veiðar mannanna verða á rjúpunni vitandi það að þrjár dýrategundir drápu um 8.000.000 fugla?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 15:41

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Einnig væri gaman að fá útskíringu á því hvers vegna rjúpunni hefur fækkað mest á því svæði sem bannað er að veiða á(reikjarnesinu og þar í kring) en þar hefur verið samfeld fækkun síðan veiðar voru bannaðar, og reyndar alveg síðan sveitafélögin hættu að borga fyrir hlaupadýr(tófu)?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband