14.1.2012 | 00:35
Falleg saga.
Komið þið sæl!
Hér er falleg saga og unhugsunar verð.
Það var ekkja sem átti þrjú börn,hún hafði misst manninn sinn og var mjög fátæk.Hænurnar hennar fengu sjúkdóm og dóu,svo nú voru engin egg til að selja.Hún átti mjög lítið af mjöli í krukku til að baka brauð,en hún bakaði úr því sem til var.Daginn eftir þegar börnin voru að fara í skólann útbjó hún nesti og það var minna í nestisboxinu en áður hafði verið.Yngsti sonurinn var heima,ekki kominn á skóla aldur.Þegar börnin voru farin fór hún inn í stofu og fól andlit sitt í hendur sínar og grét.Drengurinn litli heyrði til hennar og kom og spurði,mamma hvers vegna grætur þú? Hún beygði sig niður og tók utan um litla drenginn og sagði,við erum svo fátæk og ég á ekkert mjöl til að baka brauð handa okkur.Ég varð að skrapa botninn á mjölboxinu til að geta bakað brauðið.Þá sagði drengurinn" Já, en mamma,Guð heyrir bænir og þá hlytur hann að heyra þegar þú skrapar botninn á mjölboxinu.Mamma brosti.Seinna þennan dag var bankað á dyrnar hjá þeim.Unglings drengur,sonur nágrannakonu þeirra stóð við dyrnar og sagði að mamma hans hefði beðið hann að koma með þessa körfu af því að mamma hans héldi að þau vantaði það sem í körfunni var Konan tók við körfunni og þakkaði kærlega fyrir.Í körfunni var mjöl,ávextir,egg og ymislegt fleira sem kom sér vel.Guð heyrði skrapið í tómri krúsinni!
Munum eftir bæninni. Leggðu allt í Guðs heilögu hendur.Hann mun koma öllu vel til vegar fyrir þig!
Guð blessi þig!
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.