Mannanöfn,samþykkt af mannanafnanefnd.

Komið þið sæl!

Fyrir mögum árum hóf ég að safna sérkennilegum mannanöfnum, og á þau en í spjadskrá.Mér þótti það gaman af því enginn annar mér vitandi gerði það. Í seinni tíð hef ég ekki haft tíma til að sinna þessu áhugamáli,en ég hef samt sterka skoðun á því hvaða nöfn hæfa íslenskri tungu og hver eru bara ljót (afsakið orðbragðið).Það eru líka tískusveiflur í þessu eins og öðru.Í mínu ungdæmi hét t.d. enginn eða harla fáir Aron,en það nafn er nú vinsælt nafn.
En varðandi þessi ný samþykktu nöfn þá er kvenmanns nafnið Ermenga til í mínu gamla safni,ásamt Lofthænu.En það vill til að við þessar tvær manneskjur talaði ég við persónulega og get því staðfest að þessi nöfn voru til.
Mannanafna nefndin samþykkti nafnið Hlégestur á sínum tíma,en ég vona heitt og innilega að engum detti í hug að gefa barni sínu það nafn.Samt er það ekkert verra nafn en sum ónefni sem verið er að samþykkja.Amír finnst mér bara enganvegin hæfa íslenskri tungu.En ég sé það fyrir mér að "útlensk" nöfn eiga eftir að tengjast menningu okkar með tímanum.Það gerir fjölmenningar samfélagið svo kallaða.Mér finns sjálfsagt að útlendingar haldi sínu nafni,en taki upp íslenskt fyrsta nafn ef þeir verða ríkisborgarar hér.
Ég heyrði eitt sinn af því að piltur einn sem var að bera út blöðin heyrði kallað Bjarni,Bjarni.Strákur snéri sér við og sagði:Ég heiti Alli.En það var verið að kalla á heimilis hundinn sem hét þessu virðulega karlmanns nafni.
Það getur verið flókið að fjalla um mannanöfn, og ég ætla ekkert að haf þennan pistil lengri.
En minni á eitt sem er afar mikilvægt, að Drottinn Guð hefur skráð nafn þitt, og mitt í lófa sína.

Kærar kveðjur úr Garðabæ

Halldóra.


mbl.is Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Aldrei hef ég verið ánægð með mitt nafn Sigurbjörg,fanst það þúngt og allir vildu stitta það í Sibbu eða Boggu, ömurlegt.Þegar ég flutti út hef ég alltaf verið kölluð Síba og það passaði vel við eftirnafnið mitt Rollini.Það tók okkur hjóninn marga daga að ákveða nafnið á dótturinna og eftir margar pælingar  kom nafnið Flavia Annis Rollini.Hún er stolt af sínu rómversku nafni og ég þakka guði fyrir að hafa ekki límt eitvað ömurlegt nafn.:-)

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.2.2012 kl. 17:41

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þetta Sigurbjörg!

Nafnið þitt Sigurbjörg er fallegt og er sett saman úr sigur of björg sem þyðir sá sem sigrar.

Njóttu þess að heita þessu fallega nafni!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.2.2012 kl. 17:52

3 identicon

"Mér finns sjálfsagt að útlendingar haldi sínu nafni,en taki upp íslenskt fyrsta nafn ef þeir verða ríkisborgarar hér."

Eg er islensku rikisborgari, en eg er a moti ad breyta nafninu minu, eg borga skattar, lifa aftir islenskum reglum, tala tungumalid og fl. Mer finnst nafnid mitt mjog fallegt eg atla ad taka tin rad til henar Sigurbjorg og -

" Njótta þess að heita þessu fallega nafni!"

ks (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 18:50

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mannanafnanefnd er bara opinber rasismi af verstu sort. Það er alveg með ólíkindum hvað maður þarf að skammast sín fyrir íslendinga á þessari endalausu afskiptasemi sinni og stórnun á öllum sköpðuðum hlutum.

Núna er það kennitala sem skiptir aðalmáli og það skiptir nákvæmlega engu máli hvað fólk heitir. Maður gerir ráð fyrir því að foreldrar vilji að barnið sitt heiti eitthvað fallegt. Þessi kúltúr með afskiptasemi yfirvalda í einkalífi oh málum fólk er alveg óþolandi. Auðvitað á fólk að halda fæðingarnöfnum sínum og allir sem vilja neyða fólk að skipta um nöfn ala á ofbeldi og hugarfarslegri spillingu. Ljótleiki mannssálarinnar endurspeglas best í króniskri afskiptasemi á öllum sviðum. Að taka nöfn þau af fólki sem fékk við fæðingu, er skítleg hegðun og hryllilegt virðingarleysi gagnvart útlendingum. Nafnið sjálft er heilagt og fólk á að ráða sjálft hvað það heitir....

Óskar Arnórsson, 20.2.2012 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband