Brynt að seinka klukkunni.

Komið þið sæl!

Athyglis verð grein og ég er sammála því að seinka klukkunni.

Fyrsta sem kemur mér í hug hvað mér þótti erfitt að senda börnin í skólann í myrkrinu.

Byst við að fleiri foreldrar upplifi þetta.Ég er líka viss um að fólk færi glaðara út að skafa ef  það vaknaði aðeins seinna.

Þetta eru bara vangaveltur,en ég vona að klukkunni verði seinkaðcool

               Nokkrar hugsanir að kvöldi dags klukkar 22:30  en ef búið væri að breyta þá  væri klukkar 21:30.

              Sofið vel og Guð geymi ykkur!

 

                           Halldóra.


mbl.is Mjög brýnt að seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fækkar þá heildar vökustundum í björtu og fjölgar vökustundum í myrkri fyrir flesta.

Hannes (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 23:15

2 identicon

Rugl er í þér Hannes. þetta fjölgar vökustundum í björtu. Fólk mun fara fyrr að sofa og sofa af sér myrkrið og vakna hresst og endurnært í birtu, tilbúið í verkefni dagsins. Þetta mun snarbæta framleiðni vinnuafls á íslandi. Vonandi að þetta verði ekki stoppað af einhverjum labbakútum í SA eða ASÍ sem halda að Ísland sé inní miðri Evrópu.

Brynjar (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 23:25

3 Smámynd: Andrés.si

Já já, rugl í ykkur.   50% eða meira af starfsmönnum á íslensku markaði vinna ekki við glugga, þannig að þetta fólk sér ekki hálf ár björtu nema ljós. Að auki oftara en ekki léleg ljós. 

Það er heldur rug að afsaka sig í heilsu varaðandi við seinkun á klukku. Læknar gerðu þetta þunglyndi að mörgu leyti og hitt framleiðendur og salar af alskonar varningi. Fólk í Evrópu tekur ekki eins mikið þunglyndis líf sem Ísland einkennir einmitt á vetra tímanum. Þeir vinna einnig mjög margir í lokuðum svæðum.

Andrés.si, 28.11.2014 kl. 00:23

4 identicon

Ætli birtumunur sumars og veturs hafi ekki talsvert meiri áhrif á geðheilsu landans heldur en þessi klukkutíma munur á sólstöðutíma. Mig grunar líka að fleiri vilji nýta birtu lengur fram á kvöld t.d. til tómstundaiðju og mæta þá frekar til vinnu í myrkri. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 00:38

5 identicon

Það fækkar heildar vökustundum í björtu og fjölgar vökustundum í myrkri fyrir flesta. Bjartasti tíminn er þegar sól er í hádegisstað og eftir því sem það augnablik er sem næst miðju vökutímans fjölgar vökustundum í björtu. Til dæmis fólk sem vakir frá 7 til 23 fær flesta birtutíma í vöku ef sól er í hádegisstað kl 15. Ef við ætlum að ná sem flestum birtustundum og hafa klukkuna rétta eftir sólinni þá þarf dagurinn að byrja kl 4 miðað við 16 tíma vöku og 8 tíma svefn. Hádegi væri þá á miðjum degi og jafn margar birtustundir fyrir og eftir kl 12. Í dag eru ætíð fleiri birtustundir eftir kl 12 en fyrir.

Hannes (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 12:34

6 identicon

Stórmerkilegt að fólk haldi að við græðum einhverjar vökustundir í björtu með því að hræra í klukkunni. Ástæðan fyrir lyfjaáti hérna er að það er allt of dimmt yfir háveturinn og allt of bjart yfir hásumarið. Aðal orsökin fyrir svefnleysi er of mikil birta; ekki myrkur. Þeim sem er svona umhugað að vakna í björtu, ætti að vakna klukkutíma síðar. Ekki eyðileggja kvöldsólina fyrir okkur sem viljum dunda okkur við ýmislegt útivið fram á kvöldið á vorin og haustin.

Björn Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 01:27

7 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég þarf samt að vakna kl hálf sex til að mæta í vinnunna og það breytir því ekki að ég fer á sama tíma að sofa á kvöldin,það breytir því ekki að það mun verða jafn dimmt þegar dimmast er og það mun verða bjart allan sólahringinn þegar bjartast er.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 1.12.2014 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 79131

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband