Heimsókn skóla í kirkju

Gott kvöld!

Um leið og veðrið leikur lausum hala yfir land og lyð,þá er hér frétt móður sem hefur verulegar áhyggjur af heimsókn skólabarna í kirkju.Held að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af slíkum ferðum.Börnum finnst gaman að fara í þessar heimsóknir á aðventuni.Og að syngja jólalögin skaðar örugglega engann.En boðskapur jólanna er um kærleikann,friðinn og gleðina, og það flokkast sem jákvæður boðskapur.Svo er kveikt á kerti.Er það ekki bara saklaust?

Heyrði einu sinni unga stúlku segja frá því að hún var alltaf svo myrkfælin og leið mjög illa sem barn.Svo var það að skólinn fór og heimsótti kirkjuna í hverfinu sem hún bjó í.Þar fékk hún að heyra um verndarengla sem Guð sendir okkur þegar eitthvað bjátar á og við erum hrædd.Og að við meigum biðja Guð að láta þennan engil sinn vaka yfir okkur.Þessi litla frásaga talaði til hjarta hennar,og hún byrjaði að biðja Guð að senda sér þannig engil sem vakti yfir henni,og passaði litla bróðir mömmu og pabba.þetta hjálpaði henni og læknaði óttann og gaf henni hugarró.

Það þarf ekki fleiri orð um hvað þessi heimsókngerði þessari ungu stúlku gott.

það er ekk víst að alir fái slíka upplifun af einni aðventu heimsókn,en ég er vissum að allir fara glaðari aftur í skólann.

     Guð gefi ykkur góða nótt og megi englar Guðs vaka yfir ykkur!

                    Halldóra Ásgeirsdóttir.


mbl.is Segir heimsóknina í samræmi við reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara venjuleg íslensk kristin kona og allt það... jafnvel þótt ég skilji ekki hvað þú eigir við með orðinu venjuleg og þá kristinn.
Ertu partur af Kaþólikanum sem var hér fyrst eða Lútheranum sem kom og drap allt og alla?

Hinsvegar þá er þessi litla dæmisaga þín jafn míkill rugl sú dæmisaga sem er hægt að finna í riti fyrir fermingabörn, þar er talað um hvernig á að útskýra guð fyrir þeim guðlausu. Þá er spurt hvernig maður sem ferðast á seglskipi til eyju þar sem enginn vindur er og hvernig hann ætti að útskýra fyrir þeim sem þar búa hvað vindur sé... einfalt, hreyfir hendina, hreyfir loftið, hvernig annars ættu þau að lifa? Þú þarft súrefni sem er í loftinu sem hreyfist eins og vökvi nema við sjáum hann ekki. Helduru að fiskar sjá fyrir sér vatn eins og við gerum?

En nóg um það því að þessi dæmisaga þín sýnir bara hvernig trú er að fylla einstakling af sýndar vörn gegn einhverju sem er ekki til staðar. Myrkrið gerir engum neitt því það er ekkert. Það er samt sem áður til myrfælt fólk. Það á frekar að fræða þau og benda þeim á að ekkert sé að óttast því að einn lítill ljósgeisli fælir það burt.

Trú og trúarbrögð eru hinsvegar ekki af því slæma heldur er það fólkið sem treður því ofan í börn manns eða sín eigin börn.
Allir eiga að hafa rétt á því að velja hvað þeir vilja gera, hverju þau vilja trúa alveg óháð því hvað forlerdar eða einhver lélegur pólitíkus vill að þau trúa.

Ég sjálfur er Lútherstrúa, fermdur og upplýstur á því að geta gengið að þeirri trú eins og mér hentar.
Ég hinsvegar hoppa ekki út, tek upp trúnna og treð henni ofaní kokið á næsta manni.

Trú á að vera einkamál eins og allt sem fólk stundar heima á bakvið luktar dyr.

Alexíus Markús Ásgerisson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 01:56

2 identicon

Takk fyrir þetta. 

Ástæðan fyrir því að þeir sem eru heilshugðiar kristnir vilja koma boðskap Jesú áfram er af því að hann sagði

Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum mínum,skírið þá í nafni föður sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður.Sjá,ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.

       Halldóra Ásgeirsdóttir.

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 12:39

3 identicon

Bak við luktar dyr ? Er ekki einmitt ágætt að fólk viti hverjir hafi hvaða trú ? 

Meðan trú ber boðskap um að vera góður við hvort annað og ytir á fólk að fyrirgefa og gefur fólki stund til að staldra við og hugsa sinn gang um lífið og tilveruna þá ætti þetta einmitt að vera jákvætt ínöllu þessu amstri og stressi nútímans. Með vissu vitum við að fólk er misjafnt í uppeldi en mörg börn eru einmitt óskup ein og einmanna. Það er ekki óþekkt að þau jafn og fullorðnir leiti og biðji þegar illa gengur í lífinu til einhvers sem talið er vera þarna uppi. Líklega hjálpar það lítið en kannski meira en er á boðstólnum hjá sumum.

þessi geðveiki kringum trúmál setur mig í þá stöðu að ég fel mína trú og pukrast með hana vegna þess að ég er niðurlægð og að mér er gert grín í vinnunni. Eins og vinur dagði við mig, þetta er einelti. 

Halldóra (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 16:06

4 identicon

Sæl Halldóra!

Ég hef einnig fengið að finna að sumum finnst kjánalegt að játa trú sína. Ég styð þig í að gera það sem er þér hollt og gott. Ég er sammála þér að fólk er alltaf ótrúlega æst og brjálað út í þá trúuðu en allt í lagi er að hundsa trúarleg gildi.

Kristjana Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband