Er trú í tísku?

Gott kvöld!

Að gefnu  tilefni þar sem rætt hefur verið um trú,og trú leysi,og fullyrt að trú á Guð sé hverfandi.Langar mig til að leggja orð í belg.Sjálf á ég lifandi trú á Drottinn Guð skapara himins og jarðar,og son hans Jesú Krrist.Fram á þennan dag hefur það verið styrkur minn í ólgu sjó lífsins að hafa átt trúna og getað leytað til hans í bæn.Og þegar ég sny huga mínum í bæn til hans þá kemur alltaf svo mikill friður.Biblían kallar það frið sem er æðri öllum skylningi.Að fá að leggja mig sjálfa og það sem byr í huga mínum fram fyrir Guð og biðja hann að vera með mér í öllum kringumstæðum lífsins,er mér dyrmætt og mikil blessun.Og ég finn það í daglega lífinu hvað það gefur mikinn styrk.

Skoðana könnun sem gerð var fullyrti að þeim fækkar sem eiga slíka trú. Sjálf held ég að miklu fleiri eigi trú á Guð,biðji bænir eins og Faðir vor og bænavers.En það hefur verið feimnis mál mörgum að játa sina trú opinberlega,eins og mér er eðlilegt að gera.Kannski er það bara það að við höfum verið talsvert lokuð þjóð,og ekket verið að flýka svona persónulegum málum.Það fólk sem ég hef umgengist gegnum tíðina,hefur tilheyrt þessari kristnu trú á Drottinn Guð.og ég minnist þess á unglingsárum mínum hvað margir unglingar sóttu starf KFUM ogKFUK og KSS (Kristleg skólasamtök)

Og ég veit að það sem kennt var þar hefur sest að í hjarta þessa fólks.Ég veit líka til þess að fólk sem átti svona lifandi trú,á þessum árum féll frá eða ræktaði ekki með sér trúna,en hefur svo  snúið við a þeirri leið og gengur nú götu trúarinnar.

Þessvegna tel ég fleiri eiga trú þó þeir vilji ekki tjá sig um það.

Svo má geta þess að mér fannst þessi skoðana könnun frekar einhlíða.

Ég gæti alveg farið út í Biblíuleg rök fyrir því hvað trúin er mikið haldreypi í lífsins ólgu sjó.En læt það vera að sinni.

 Guð gefi ykkur gott kvöld og ljúfan svef.

 

          Halldóra Ásgeirsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Á þessu eru nú nokkrar hliðar. Ef við erum að tala um úrsögn úr þjóðkirkjunni hefur það í flestum tilfellum ekkert með trú eða trúleysi að gera heldur andstöðu við fjármál þjóðkirkjunnar og vegna þeirrar staðreyndar að meðlimir skrá sig ekki sjálfir í hana. Það er samt staðreynd að trú á æðri máttarvöld fer þverrandi vegna meiri upplýsinga. Sjálfur á ég erfitt með að trúa hverju orði sem stendur í bíblíunni vegna þess að það er í skjön við almenna skynsemi og hef sannreynt það að margt byggir á fornum löngu liðnum trúarbrögðum sem byggja á þekkingarleysi. Dæmi um þetta er heilagt sakramenti þar sem bein líking er með fornum sið Kelta að drekka blóð óvina sinna til að öðlast meiri kraft. Í fornum trúarbrögðum voru mannfórnir, sérstaklega á ungviði stundaðar. Fórnardauði Jesú er tivitnun í þann sið sem fólst í því að friða guðina. En samt sem áður tel ég að eitthvað sé hinum megin þó það sé að sjálfsögðu ekki hægt að sanna neitt í þeim efnum. Er það trú? Ég held að unglingar í dag séu ekkert feimin við að tala um sína trú. Þau eru miklu opnari en við vorum þegar við vorum ung. Fjöldi þeirra sem aðhyllist trúarbrögð minnst mér ekki skipta neinu máli. Þetta er persónuleg afstaða hvers og eins og kemur ekki öðrum við.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.1.2016 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband