Gömul minning

Góðan dag gott fólk!

Gamalt atvik hefur verið svo ofarlega í huga mínum undanfarna daga.

Hef líklega verið um sex ára þegar þetta gerðist.Þannig var að  á hverjum sunnudags morgni fórum við sistkynin í sunnudagaskóla, en stundum var sunnudags steikin ekki tilbúin þegar við komum heim.Þá  fór pabbi stundum með okkur sistkynin í bíltúr til að stitta biðina.Oftast var farið niður á höfn, að skoða skipin. Þá var líka öðruvísi umhorfs þar, en er í dag.Eitt skiptið vildi pabbi endilega fara út úr bílnum og

ganga út á bryggjuna.Ég tók það ekki í mál, sagði að þyrði það ekki, gæti dottið niður litlu raufarnar á bryggjunni.Samt voru þar risa vörubílar, auk annarra.En ég sá fyrir mér að ég ditti niður raufarnar, og harðneitaði að koma út.En þá gerðist það,sem festi þessa minningu svo í huga mér.Pabbi rétti fram lófann sinn og sagði: Dóra, sjáðu lófann minn,hann er stór og hann er þykkur og hann er hlyr, settu nú litla lófann þinn í stóra lófann minn, og ég skal leiða þig.Og en þann dag í dag man ég eftir tilfinningunni að leggja litla lófann minn í hendina hans pabba.Öryggistilfinningin var algjör.

Þannig bíður Drottinn Guð okkur að leggja líf okkar í hans hendur.það er öruggt að fela líf sitt í Guðs hendur.Alla tíð hef ég mátt halda í þessa sterku hendi Drottins.Hann hefur verið trúfastur.Það eru nokkuð margir áratugir frá því við fórum í þennann bíltúr, þó mér finnist ég ekki hafa öll þessi ár að baki! Enþá er hönd Drottins útrétt.

               Guð blessi ykkur daginn!
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband