29.2.2008 | 14:27
Stutt til páska.
Sæl og blessuð öll!
Allt í einu er ég að átta mig á því hvað það er stutt til páska, kveikti ekki einu sinn þó búðirnar
væru farnar að selja páska eggin!
Boðskapur páskanna snertir hjarta mitt alltaf jafn mikið,það sem Jesús gerði á krossinum til fyrirgefningar synda okkar, er stórkostlegra en orð fá lyst.Læt hér fylgja áhrifaríka sögu um mann
sem brenndist illa í húsbruna, og var bjargað á síðustu stundu.Hann var svo illa brenndur að ekki var hægt að græða húð hans með húð annars staðar af líkamanum,eins og stundum er gert.Á sama tíma og þetta var dó annar maður, og húðin hans var grædd á þennan illa brennda mann.Með tíð og tíma gréru sár hans og hann varð heilbrygður á ny.Eitt sinn var hann spurður hvort hann hugsaði ekki oft til hans sem gaf honum í raun lífið.Nei hann hafði aldrei gert það.
Er það ekki bara svona með okkur, við hugleiðum það of sjaldan hvað Kristur gerði fyrir okkur?
Hér við tölvu skjáinn er mynd af frelsaranum með þyrnikórónuna, og ég finn til smæðar og þakklætis fyrir það sem Jesús gerði fyrir mig, þegar ég horfi á þessa mynd.
Læt hér fylgja einn af uppáhalds sálmunum mínum:
Allt þér Jesús glaður gef ég,
gafstu sjálfur allann þig.
Ekkert vil ég undan skilja,
eiga máttu drottinn mig.
Allt ég færi þér
allt ég færi þér.
Allt þér Jesús fús ég færi,
allt ég færi þér.
Allt þér Jesús glaður gef ég,
gjöfin samt of lítil er.
Feginn vildi'ég fleira gefa.
Færa hjartans vinur þér.
Allt ég færi þér
allt ég færi þér.
Allt þér Jesús glaður gef ég
allt ég færi þér.
Allt þér Jesús glaður gef ég,
gef mér helgann anda þinn.
Herra lát mig frið þinn finna
fögnuð streyma í hjartað inn.
Allt ég færi þér
allt ég færi þér.
Allt þér Jesús fús ég færi,
allt ég færi þér.
Þetta er bæn mín í dag, og kveðja til þín!
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.