14.3.2008 | 10:14
Þetta var í huga mínum.
Sælt veri fólkið!
Þegar klukkan hringdi á náttborðinu í morgun, var sagan af honum sakkeusi svo ofarlega í
huga mínum.Kanski var mig að dreyma hann,það er spurning.
EN það voru samt ymsar hugsanir sem komu í hugann þegar ég fór að huleiða betur þessa sögu.
Ég held endilega að þessi ágæti maður hafi verið svolítið sérstakur,og þessvegna ekki fallið
sérlega vel inn í samfélagið.Þó held ég að hann hafi ekki verið neitt yfir máta öðru vísi.Hann
var í góðri vinnu,yfirtollheimtu maður, og auðugur.Ekki er nefnd nein fjölskyla, kanski var hann
líka einmana.Hann var jú óvinsæll.Og látið er að því liggja að hann hafi dregið að sér fé.
Svo var Jesús á ferðinni, og það var væntanlega ákveðin spenna í loftinu,Jesús var að koma.
Sakkeus langaði líka að sjá hver þessi Jesús var.
Það var greinilega ekki bara það að hann væri sérstakur, einmana og kanski þjófur,
sem manni finnst nú eiginlega all stór kross að bera, hann var líka lítill vexti.
Var sjálfs myndin ekki bara í steik? Jú örugglega, því hann þorði ekki að koma og láta fólkið
samborgara sína sjá að hann langaði líka að sjá Jesú.Enda kom vöxturinn í veg fyrir að hann
sæi eð heyrði vel.Hann hljóp á undan öllum og klifraði upp í morberjatré til að hafa yfir syn, er Jesús gengi hjá. Svo kemur Jesús þarna að og hann leit upp í tréð og sagði:Sakkeus flyt þér ofan, í
dag ætla ég að koma í heimsókn til þín.Og hann flytti sér niður og tók á móti Jesú glaður.
Ég sé fyrir mér undrunarsvip fólksins.Hann fer og þyggur boð hjá bersyndugum manni, sagði það.
En Jesús gerir nokkuð óvenjulegt að mati flestra,hann vill vera vinur þeirra sem kanski falla ekki endilega í
þann ramma sem flestir til heyra .Jesús kemur til hjálpar!
Kanski ert þú, góði vinur, að glíma við eitthvað sem íþyngir þér.Jesús getur breytt böli í blessun,
og gert kringumstæðurnar hjá þér góðar.Það eru góðar kringumstæður, þegar Jesús er hjá þér.
Annað gæti kanski verið erfitt, áhyggjur, veikindi, já, hvað eina.En ef þú hefur Jesús með í för
það breytir kringumstæðunum.Þegar þú hefur lagt málefni þitt fram fyrir Drottinn, skalt hvíla í honum.Jesús mun ekki bregðast þér!
Vinar kveðja
Halldóra
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.