Hafdjúp gleymskunnar.

Góðan dag, og friður sé með ykkur!

Þessi tími sem er núna er í mínum huga mjög sérstakur tími, hvorutveggja það að nú er

vor í lofti, og svo hitt að við kristnir menn fögnum upprisu Jesú Krists á páskadag.Mig

langar aðeins að hugleiða dagana fyrir upprisuna í lífi Jesú.Það var greinilega skammt stórra

hagga á milli í lífi hans.Á Pálma sunnudag, var honum fagnað sem konungi, borðaði kvöldverð með lærisveinunum, þeirrar síðustu,síðan tekinn höndum, síðan færður æðsta prestinum og  sagður dauða sekur og þeir hræktu í andlit Jesú og slóu hann með hnefunum, og en aðrir börðu hann með stöfum.

Svo var ákveðið að krossfesta Jesú.Fyrst klæddu þeir hann í skarlats rauða kápu og fléttuðu þyrnikórónu  og settu á höfuð honum og settu staf í hönd hans.Síðan féllu þessir menn á kné

fyrir honum, sögðu ,Heill þér konungur Gyðinga og þeir hræktu á hann, tóku stafinn af honum og

slógu hann í höfuðið.Síðan eftir þessa hæðnis stund  klæddu þeir hann úr , og hann klæddist sínum fötum og var leiddur út til krossfestingar. 

Þar sem ég sit við tölvuna er mynd af Jesú með þyrnikórónuna, og ég finn svo til með honum, sem

er vinur minn, og skipar öndvegi í lífi mínu. Það er ekki spurt um neitt í þessu ferli hans, nema eitt

og það er að Guð Faðir sá bara þessa einu leið til að forða okkur frá eilífri glötun, að gefa Jesú í dauðann.En dauðinn gat ekki haldið honum! Jesús er sigurvegari lífsins.

Honum má kanski líkja við hlaupara sem þarf að fara ákveðna vegalengd til að komast í mark, og hann átti úthald, fullnaði þetta verk.Fyrir þig! Hann tók allar okkar syndir á sig.Jesús er okkar björgunar maður ! Hver svo sem synd þín hefur verið, þú átt von.Jesús hefur kastað syndum þínum í haf djúp gleymskunnar!

Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, en kvet ykkur  til að opna hina helgu bók og lesa um þetta

einstaka kærleiks verk!

             Með bæn um blessun yfir Íslenska þjóð!

                         Halldóra Ásgeirsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband