Um öfundina.

Komið þið sæl mín elskulegu!

Í dag ætla ég að fjalla svolítið um öfundina. En öfundin er ein sú skryngilegasta synd sem til er í

mínum huga.Fólk heldur að nágranninn sé á miklu grænna grasi en það sjálft.Hitti eitt sinn konu,

sem sagði við mig eftir stutt spjall, o, ég vildi óska þess að ég hefði svona góða heilsu eins og þú.

Hún var með kvef og kanski smá háls bólgu.En hún þekkti ekkert mína sögu, og mér finnst ekkert gaman að segja öðrum hana.Svo hún verður ekki sögð hér.En þarna laukst upp fyrir mér hvernig

öfundin getur verið.Biblían segir að hún sé rót alls ílls.Líklega vegna þess að öfundin getur orðið að hatri.Svo var það konan sem sagði við hina, þú ert alltaf svo smart, bara alltaf í nyjum fötum! Hún var ekkert alltaf í nyjum fötum, hafði ekki efni á því síður en svo, en hún klæddist bara svo vel, setti slæðu um hálsinn og þá leit hún svo smart út. Sjáið hvað þarf lítið til að við hugsum ,hún er bara alltaf.

Og maðurinn sem bónaði bílinn sinn, og hélt honum hreinum að innan,sópaði af honum snjónum

af mikill natni, fékk að heyra það líka,bara alltaf á nyjum bíl.! Gamalt máltæki segir: Aumur er öfundslaus maður.En ég er einhvernvegin þannig að ef einhver annar hefur það gott, og lífið virðist leika við hann ,þá er ég glöð.En ég veit þó hitt að undir niðri er kanski  einhver sorg, sem aðrir ekki sjá. Við erum örugglega öll að bera okkur vel.En lífið gengur sinn vana gang, og ef heilsan og efnahagurinn er í góðu málum gengur allt miklu betur,það vitum við.Annað er basl.

Ég er að fjalla um þetta mál núna vegna þess að í Síraks bók Biblíunnar er margt fróðlegt , en líka

gott veganesti  á lífs göngunni.Þar segir : Bölvaður er sá sem talar tungum tveim,friði margra hefur hann spillt. Það eru bara svo margar góðar ábendingar í þessari bók, og ég kvet fólk til að kynna sér Síraks bók.Eigum við ekki bara að gleðjast með örum,samfagna þeim  ef vel gengur  og blessa .

Og syna vináttu og góðvild, þegar á reynir? Biblían segir,að við eigum að gera öllum mönnum gott!

 

                 Var ég nokkuð búin að kvetja þig til að brosa?

                            Kv. Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband