Bænin.

Blessuð öll!

Mig lamgar til að fjalla um bænina hér í dag. Bænin er lykil atriði samfélags okkar við Drottinn.

Bæn okkar getur verið hróp til Guðs, eða bara hljótt andvarp.Fögur orð eru ekki það sem hrífur Guð,það  er afstaða hjartans, sem breytir öllu. Biblían segir Knyjið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Stundum fáum við bænasvar strax, og  á öðrum stundum verðum við að biðja með þrautsegju, jafnvel

í langann tíma.Bænin er því leyndardómur, á meðan að allir menn hafa aðgang að henni.Sjálf er ég í nánum tengslum við bænina.Í mínu persónulega trúarlífi og svo þjóna ég á bænalínunni á Lindinni, og þar fæ ég að heyra um stórkostleg bænasvör, sem jafnvel engir aðrir fá að heyra um.Ég ætla ekki að fara neitt dypra í það mál hér.En eitt er víst að það hafa gerst  hin ótrúlegustu kraftaverk.

Í 1. Pétursbréfi 5:7 setendur: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því hann ber umhyggju fyrir yður.

Það er bæn að koma með áhyggjur sínar fram fyrir Drottinn, og biðja hann um hjálp. Eyru Drottins eru ekki svo þykk að hann heyri ekki! Hann hlustar, og kemur til bjargar á réttum tíma, allavega ekki of seint,ef við erum trúföst.Þú skiptir Drottinn máli. Hann elskar þig og vill vera þér samstíga,

hjálpa þér og vera með þér í ólgu sjó lífsins.Bænin er sú leið. Tilvera okkar verður öll léttari og ánægjulegri ef við leggjum allt í Drottins hendur.Þessvegna notaðu bænina, treystu Drottni og hann mun vel fyrir sjá!

                      Megi Drottinn blessa þig ríkulega, og allt þitt hús!

                                          Kveðja

                                                          Halldóra Ásgeirsdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Gott bænalíf er allt í senn, lykill að sambandi við ástríkan Guð sem fær fyrir bænalífið okkar aðgang að lífi okkar sál og anda, svo að hann geti verið til staðar í öllu sem á dynur gott og slæmt. Svo veitir bænalífið frið og slökun inní önnum kafinn huga.

Guð blessi Lindina, og ykkur öll sem þar vinnið

ps: Þú ert líka alveg frábær fyrirbiðjandi

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:11

3 identicon

Takk báðar tvær Linda og Guðrún, fyrir innlitið!

Biðjið og yður mun gefast!

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 06:55

4 Smámynd: Aida.

Aida., 3.4.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband