Hugleiðing.

Sæl og bless öllsömul!

Mig langar til að koma með kvatningu til þín frá Orði Guðs, í dag.

Það stendur í Títusarbréfinu 2:7 Vertu grandvar í fræðslu þinni,og heilhuga,svo hún verði heilnæm og

óaðfinnanleg.Það er mjög víða í Biblíunni kvatt til þess að lesa Guðs orð, því það er eins og ljós á æfi vegi okkar, og leiðbeining, í hinum ymsu uppákomum lífsins. Það segir í guðspjöllunum að Jesús og

lærisveinarnir fóru stundum  afsíðis, á óbyggðan stað til að uppbyggjast saman. En það var sjaldnast næði.En á þessu getum við séð að Jesús þráir að eiga samfélag við lærisveina sína í einrúmi.Og við þig

vil ég segja: Gefðu Drottni tíma til að ná  til þín.Lestu orðið hans, notaðu bænina og vertu í ró og næði frammi fyrir  honum.Já, dveldu í nærveru Jesú! Og ef þú hefur kanski fallið frá honum eða eins og dofnað í trúnni, þá eigum við góðann Guð,sem skapaði okkur hreint og beint til samfélags við sig, og því er honum ljúft að fyrirgefa okkur, og gera okkur styrk í sér. Það stendur svo fallega. Því að af mikill elsku sinni hafi hann  endurlífgað oss í Kristi, þegar við drógumst frá honum.En af náð erum við hólpin  og Guð hefur í himinhæðum búið okkur stað með  Jesú.Þannig vildi hann syna okkur yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar.Þú ert elskuð eða elskaður , af meiri og dypri ást en þig getur nokkurntíma grunað.Þú og allt þitt skipta Drottinn máli, sama hvað það nú er.Áhyggjur, heilsa,eða hvað sem er máttu koma með til Jesú. Hann vill bera það  með þér.Kvatning mín til þín er að þú haldir fast við Guðs heilaga orð, farir eftir því og eigir bænasamfélag við Guð hvern dag.

Og vertu trúr allt til dauða,og Guð mun gefa þér lífsins kórónu! 

      Þar sem þú ert þar er Jesús, að hugsa um þig!

                    

                   Blessun fylgi ykkur inn í helgina

                      Farið í kirkju á sunnudaginn.

 

                             Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra.

Tók eftir þér á blogginu hans Guðsteins. Dreif mig í að biðla til þín. það er ekkert svo langt síðan við hittumst en þar áður langt síðan enda var ég bara með annan fótinn á Vopnafirði þegar þú varst hér á Austurlandinu.

Gaman að hafa fundið þig hér á blogginu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Aida.

Sæl og blessuð Halldóra.

'Eg vil segja þér hve mjög ég er þakklát þér. 'Eg bið fyrir þér og öllum mínum bloggvinum hvern dag,stundum oft á dag.

Enn og aftur takk fyrir orðin trúu og sönnu.

Drottinn blessi þig og varðveiti í dag og alla daga í Jesú nafni Amen amen.

Aida., 11.4.2008 kl. 18:44

3 identicon

Kæra Rósa og Arabína!

Yndislegt að heyra frá ykkur báðum, og ég þakka hlýleg orð í minn garð.

Þið eruð líka á bænalistanum mínum!

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband