Augasteinar Drottins

Góðan dag gott fólk!

Undanfarna daga hef ég verið eð flensu,og ekki haft kraft til þess að lesa orð Guðs eins og vant er.

Þá gerði ég það sem er svo yndislegt og gott ég sagði við Drottinn,ég er svo lasin og líður svo illa

nú ætla ég að leggjast í þitt fang Drottinn minn,og halla mér að þínu hjarta, bara hvíla mig og vera hjá þér.Svo sofnaði ég, og mér leið svo vel. Flensa er ekki hræðileg veiki,en maður er undirlagður af hita,

kvefi og öllu sem tilheyrir svona pestum.Í Ljóðaljóðunum setendur:Vinstri hönd hans sé undir höfði mér,hin hægri umfaðmi mig .Það var einmitt þannig sem mér leið.Á sama hátt og hann sem mig elskar

leggur vinstri höndina sína undir höfuð mitt, og faðmar mig með hinni,gerir Jesús. Við þig sem ert kanski lasin núna og finnur til á einhvern hátt, vil ég segja,hallaðu þér upp að brjósti Jesú,og bara vertu þar.Þú þarft ekkert að segja, bara njóta þess að vera hjá Jesú!

Svo þegar við erum orðin frísk og finnum að krafturinn kemur,þá skulum við teiga í okkur af því nægtaborði sem orð Guðs er.Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans!

Og svar Drottins hljómar í eyrum mínum og hjarta:Hvernig ætti ég að sleppa hendi af þér?

´Daníelsbók  10:19 stendur . Óttast þú ekki ástmögur,friður sé með þér!Vertu hughraustur,vertu hughraustur! Og er hann talaði við mig,fann ég að ég styrktist og sagði: Tala þú herra minn,því að þú hefur gjört mig styrkan.

Svo stendur líka í Gu'ðs orði um englana: Þeir standa mér  mér við hlið  til þess að veita mér lið og vernd. Við erum eins og augasteinar Drottins elskuð og þráð af honum . Hvar sem við förum ,hvernig sem okkur líður,þá elskar hann okkur og er með okkur í lífsins stríðinu.

Svo kallar hann á okkur  og segir: Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.

Að lokum þetta vinir,Það er heimilt að halla sér upp að föður hjarta Guðs og hvíla þar.

 Drottinn blessi ykkur í dag,efli og styrki !

           Kær kveðja

                  Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Amen Hallelúja.

Svo sannarlega erum við augasteinar hans,við öll.

Takk fyrir þetta Halldóra, eg er þér ætið þakklát.

Eg bið fyrir þér að Drottinn taki flensuna frá þér í Jesú nafni, Amen.

Aida., 18.4.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Farðu vel með þig

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband