Vináttu kakan

Góðan dag!

Fyrir mörgum árum var mér gefin köku uppskrift og með uppskriftinni fylgdi í bolla bútur af deigi.

Þessi kaka hét vináttu kaka,mjög góð.En hún var þannig hugsuð að maður bjó til deig,blandaði deig bútnum saman við,og tók svo aftur smá bút af sínu deigi til að gefa vini.Þetta gekk allt upp hjá mér,nema hvað það vildi enginn þetta deig hjá mér.Fólk var hætt að baka og þannig. Ég var með fulla frystikistu af vináttu köku,og geymdi svo deig,ef einhver vildi kanski.Nema hvað þetta deig stækkaði mjög fljótt,líkt og Kákasus gerillinn forðum, svo ég var í mestu vandræðum.Kvöld eitt setti ég bútinn í stóra könnu með loki inn í ísskáp.Þegar ég kom fram morguninn eftir blasri við mér ófögur sjón,lokið

farið af könnunni og deigið hafði flætt út um allan ísskápinn,meðfram hurðinni og þetta var mesta ógeð. Eitthvað sem átti að vera mikil  vinátta, saklaust og gera gott, varð að hryllingi.

Mér dettur þetta stundum í hug,þegar ég hugsa um syndina sem er lævís og lipur,lítur jafnvel út eins og vinur,en er í eðli sínu eins og argasti óvinur.Margir leika sér að eldinum í þessum efnun,og vara sig ekki á að þeir hafa smitast eins og deigið sem smitaði ísskápinn minn forðum. Æ, þetta er allt í lagi, hugsar fólk, eða það er allt í lagi með mig.En við verðum að vera á varðbergi ef við ætlum að varðveitast, því óvinurinn æðir um eins og öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur gleypt.

Verum í ljósi Guðs með alla hluti þá erum við á réttri leið. Fyrirgefning syndanna er að fá við krossinn hjá Jesú.Pössum okku,látum ekkert koma og smita okkur af synd og saurgun.

Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.

                                Bestu kveðjur

                                          Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband