Falleg saga

Komið þið sæl!

Hér er falleg saga um fyrirgefninguna.Hún gerðist í Afríku, en er áhrifa rík.

Þegar einhver hegðar sér á óréttmætan eða ábyrgðarlausan máta hjá Babemba

í Suður Afríku er henni stillt upp  í miðju þorpinu en henni er á engann hátt meinað að hlaupa í burt.

Allir í þorpinu hætta vinnu sinni  og hópast saman í kringum þann sem ásakaður  hefur verið.Síðan

byrjar hver einasta manneskja,óháð aldri, að segja þeim  sem í miðjunni er  frá öllu því góða sem

hann/hún  hefur gert í lífinu.

Sagt er frá öllu því góða sem fólk man eftir úr fari viðkomandi í smáatriðum.Fjallað er um allt hið jákvæða  og góða sem hann hefur gert ,styrkleikar og umhyggja dregin fram honum til hagsbóta.Hver einasta manneskja í hringnum tjáir sig.Allar sögurnar eru sagðar í hreynskilni og kærleika.Engum er leyft að ykja atburði sem hafa átt sér stað,og allir vita að þeir geta ekki búið til sögurnar.

Allir eru einlægnir og lausir við kaldhæðni í máli sínu.Þessi athöfn heldur áfram þar til allir hafa sagt

sitt um gildi einstaklingsins sem stendur í miðjunni.Ferlið getur varað í nokkra daga.

Á endanum er hringurinn leystur upp og hefjast þá mikil hátíðar höld til að bjóða  hann velkominn í hópinn á nyjan leik.

Hver manneskja er minnt á gildi kærleikans, og sá sem er í hringnum er ekki dæmdur slæmur eða rekinn úr samfélaginu,þess í stað er hann minntur á kærleikannsem byr innra með honum og tengslin við þá sen næstir honum standa.

Stundum gleymum við kærleikanum, og látum ljót orð falla.Verum kærleiks rík,þó við vitum að svona athöfn verði ekki í okkar samfélagi,leyfum þá Jesú sem við eigum í hjartanu að blessa og segja

fallega hluti,gegnum okkur.Verum verkfæri kærleikans.

 Drottinn Guð blessi ykkur öll í dag!

                                    Kveðja

                                             Halldóra.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir þessa yndislegu færslu, við gerum ekki nóg af þessu, að tala jákvætt til fólksins í kringum okkur.

kv.

Linda, 6.5.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Velkomin á bloggið Halldóra. Ég vona að þú eigir eftir að velgja okkur trúleysingjum verulega undir uggum. Við stundum hérna ósamstæðar aðferðir til að hjálpa trúuðum að öðlast skynsemi í stað fangelsi hugans.

Vona að þú sjáir þann hlýja hug okkar í réttu ljósi, þó að sumir okkar beiti ljótu orðbragði af og til.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 6.5.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband