20.5.2008 | 07:52
Þræla hald.
Sæl öll!
Það var lítið atvik sem ég varð vitni að úti í búð í gær, sem rifjaði upp hjá mér heilmikið sem ég veit
um þræla hald á dögum Biblíunnar.Konan í búðinni sagði, ég ætlað að kaupa epli, svo gekk hún í burtu,
gekk að öðrum ávexti og segir það sama,þá spyr aumingja maðurinn, áekkert að setja þetta í poka ?
Þú gerir það, sagði hún. En um kollinn minn fór þetta:
Fjöldi þræla var gífurlegur á dögum postulanna.Og á þá var litið í besta falli sem skepnur.Og yrði þeim eitthvað á var þeim refsað oft á hryllilegann hátt.Ef þeir td blönduðu baðvatn húsbónda síns ekki eftir hans ósk,þá fékk þrællinn makleg mála gjöld, og ef honum mistókst að reka út flugu,þá gat beðið hans jafnvel dauði, sem var alls ekki það versta. Á þessum tíma voru markaðir þar sem þrælar voru seldir.Þeir voru látnir standa naktir uppi á einhverskonar palli og væntanlegir kaupendur þukluðu og þreyfuðu á þrælnum til að gá hvort þeir væru nógu sterkir og heilbrygðir.
En það voru til kristnir húsbændur,þeir fóru betur með þetta fólk,og borðuðu jafnvel með þeim.og þeir voru einhvernvegin miskunsamari í öllu en aðrir.Létu þrælinn jafnvel frjálsan áður en þeir urðu
mjög fullorðnir svo þeir gætu upplifað hvað frelsi væri.
Ég las líka einhversstaðar að það kom fyrir að þrælar struku, sumum tókst það og komu sér inn í mannfjöldan þar sem þeir hurfu í mannfjöldann.Páll postuli virðist hafa eitt sinn hafa fundið þræl, og tekið hann uppá sína arma.En ef stroku þræll fannst aftur gat beðið hans krossfesting eða hann yrði brennimerktur með stafnum F, sem merkti flóttamaður. Í þessu tilfelli semhér um ræðir, er þetta þræll að nafni Ónesímus,.Páll virðist hafa komist í kynni við þennan mann því hann talar svo hlýlega um hann,er hann sendir bréf til Fílemons ( Fílemonsbréfið) og biður hann að taka á móti honum, og biður Fílemoon að taka við þessum þræl, eins og það væri hann sjálfur, eða eins og það er orðað,
eins og elskuðum bróður. Líklega hefur Páll tekið þennan mann að sér og leitt hann til trúar, því það virðist mér sem Ónesímus hafi farið sem kristinn þræll og elskaður bróðir. Og kanski hefur Páll gamli lagt Ónesímusi lífs reglurnar, og sagt honum að nú yrði hann að standa sig betur , og muna að
hann eigi húsbónda í himnum.
Merkilegt er þó það sem stendur að Páll hafi feginn viljað halda Ónesímusi til þess að hann gæti
aðstoðað Pál í sínu starfi,þegar hann er að boða fagnaðar erindið. Getgátur eru um það að Ónesímus hafi jafnvel komið aftur til Páls og þá í þjónustu við boðun fagnaðar erindisins,þó er það ekki vitað með vissu.
Ég velti því líka fyrir mér af hverju Páll notaði ekki stöðu sína til að koma í veg fyrir þræla hald?
Kanski var það ekki gerlegt sökum fjölda þræla, en eitt er víst að hann hefur ,ásamt fleira kristnu
fólki sáð sákornum fagnaðarerindisins og beðið uppskerunnar.
Á okkar dögum eru ymsir í fjötrum. Hér verða þeir ekki taldir upp. En þú sem ert í einhverskonar fjötrum komdu til Jesú og þygðu hans kærleiks boð að verða vinur hans!
Drottinn blessi ykkur
Kveðja Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.