Ekki búin að jafna mig.

Sælt veri fólkið!

Eg stend sjálfa mig að því ítrekað hvað ég hef sterkar skoðanir á mönnum og málefnum.

En hitt er að ég held að ég sé enginn þrasari, og blanda mér þess vegna ekki í þjóðmála umræðuna.

Svo er annað, ég hef mjög sterkar skoðanir á barna uppeldi.Ekki af því að mér finnist illa farið með

íslensk börn. Nei, því upp til hópa líður þeim flestum vel.En ég tel að það sé ein besta uppeldis aðferð

sem til er að sýna börnunum kærleika og tala við þau.Ekki öskra!

Ég varð nefnilega vitni af samskiptum móður og dóttur í gær.Og það get ég sagt, að ég er ekki en búin að jafna mig.Stelpan hefur verið um fimm ára aldur.Þegar þær koma inn í verslunina, þá byrjar sú stutta að garga og góla, og mamman sendi hana út.Þar tók ekki betra við enda yfirbyggt torg þar, og  stelpan hélt áfram öllum til ama. Hún gargaði af lífs og sálar kröftum.Svo kom mamman,þá tók nú ekki betra við.Hún danglaði í krakkann sem grenjaði bara miklu meira, togaði í handlegg barnsins og strunsaði í burtu.Og eftir sat stelpan nokkra stund  en hljóp síðan ´grátandi  í áttina sen móðirin fór.Ég er alveg viss um að,mamman hefði getað  komið í veg fyrir þetta allt með því að beigja sig niður að barninu og tala við hana. Kanski var barnið erfitt og kanski mamman illa stillt?

Drottinn Guð er sá sem sér okkur börnunum hans fyrir lífs reglum.Það eru boðorðin 10. Og þau voru sett til þess að við sköðuðum okkur ekki.Þið vitið náttúrulega öll hvernig mennirnir eru,fara ekki eftir reglum!Meira að segja ekki eftir umferðar reglum! ef allir færu nú eftir þessum boðorðum,þá væru margir betur staddir í lífinu. Ég ætla ekki að vitna hér í neitt boðorðanna, en það væri nú ekki úr vegi að við  litum sjálf í okkar boðorða spegil,og spyrðum okkur sjálf.

Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!

Læt þetta duga í dag.       Halldóra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæra vinkona.

Þakka þér fyrir gott innlegg inní umræðuna á blogginu um daglegt líf og gildi þess að hafa Jesú með í hversdagslífinu. Það væri hrein snilld að hafa Boðorðin 10 á ísskápnum til að minna okkur á að sá maður sem gefur Guði pláss hefur öðlast lykil að hamingjuríki lífi.

Þú er yndislegur bloggari.
 

Helena Leifsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:01

2 identicon

Sæl Helena mín!

Takk fyrir innlitið! Þetta með ísskápinn er snildar hugmynd!

Vill einhver taka að sér að búa þannig spjald til?

Heyrumst og sjáumst,göngu garparnir!

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra.

Takk fyrir pistilinn. Ég átti mjög erfitt sem barn vegna flogaveiki. Þegar ég var unglingur þá hitti ég konu á Akureyri sem sagði að pabbi og mamma hefðu átt að flengja mig. En hún vissi ekki betur en að það væri besta leiðin. Móðir mín var ekki hraust og ef ég komst í uppnám þá vissu pabbi og mamma að næsta nótt þá fengju þau ekki mikla hvíld vegna flogaveikiskasta hjá dóttirinni. Mamma dó svo þegar ég var að verða 10 ára. Ég var mjög ósátt við dóma konunnar gagnvart foreldum mínum því hún vissi ekki í hvaða stöðu þau voru þá en ég vissi það eftir að ég fullorðnasðist og pabbi sagði mér hvernig þetta allt hefði verið. Kannski var þarna sorgardæmi eins og í mínu tilfelli????

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 15:10

4 identicon

Sæl Rósa!

Takk fyrir þetta innlegg.Ég er á engann hátt að deila á foreldra eða börn,því maður veit aldrei hvað með öðrum býr.

En í þessu tilfelli sem hér umræðir átti ekki að auðmykja barnið fyrir framan fjölda fólks,það er bara slæmt fyrir barnið. 

Svo eru allskonar veikindi sem fólk glymir við í sínu lífi, kanski var þessi umrædda móðir á einhvern hátt veik.

En ég fann virkilega til með þessu barni.    Knús og góðar kveðjur   Halldóra. 

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra trúsystir.

Ég skil þig vel. Það er oft komið illa fram við börn og eins við fullorna fyrir framan aðra.

Megi Guð almáttugur gefa foreldum visku og kærleika til að ala upp börnin sín.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 18:49

6 Smámynd: Linda

Sæll Halldóra, ég varð vitni af því að foreldri öskraði á krakkann sinn í dag  og krakkinn á móti og svo mamman aftur, engin laus fékkst í málið nema grátur.  En stundum er fólk að reyna aga börnin sína á röngum tíma, ef barn er illa fyrirkallað hví þá fara með það í verslun, kannski hefði verið betra að bíða pínu o.s.f.v.  Góð pæling, hafðu það sem allra best Halldóra.

kv.

Linda, 23.5.2008 kl. 19:22

7 identicon

Blessuð Linda!

Það er annars sorglegt að horfa uppá svona, og meiga ekkert gera.Þessar röngu forsendur sem þú nefnir eru

bara allt of margar!

Þegar ég var með mína syni litla hafði ég svo gaman af því að vera með þeim, tala við þá, kenna þeim ljóð og vísur,

söngva og þeir elskuðu að heyra sögurnar sem ég frumflutti á staðnum.Svo kenndi ég þeim að biðja, og sagði þeim dæmisögur Jesú.Þannig hafði ég það. En ég á mikið hjarta fyrir börnum og vil þeim allt það besta, því það eru

þau sem erfa landið.  Kær kveðja, og Guð veri með þér! 

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:37

8 identicon

Sæl Halldóramín.

Ég rek mig svo oft á svona atvik einmitt inni í verslunum,og það er oft sorglegt að horfa upp á þetta. Eins og þú segir réttilega"það veit enginn hvað liggur að baki" .Það eru oft LjÓT ENDALOK SEM MAÐUR SÉR í svona aðstæðum.

Þakka þér að koma með þetta. þetta er mikið mál fyrir suma foreldra, Einhleypar mæður  og feður,  Ömmur og Afa.

Góður Guð geymi þig,og haltu áfram að tjá þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 03:46

9 identicon

Sæll Þórarinn!

Takk fyrir kvatninguna!  Og Guð blessi þig ríkulega! 

    KVeðja úr Garðabæ     

               Halldóra.
 

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband