Fuglarnir,eplin og ég

Góðan dag gott fólk!

Nú í sumar hef ég haft yndi af því að gefa fuglunum epli,eins og ég hef gert undanfarin ár.

Ég hef skorið epli til helminga og sett út í grasið framan við eldhúsgluggann minn.Svo hef ég notið

þess að horfa á þessa litlu vini mína háma í sig eplin.Síðustu daga hafa verið margir þrestir saman komnir kring um eplin, og ég taldi tíu stikki á föstudaginn og allir voru þeir að gæða sér á eplunum.

Þar var líka þrastarmóðir með tvo unga,annar lét ekki sitt eftir liggja í epla átinu, meðan hinn stóð hjá og beið þess að móðirin mataði hann.Þetta kom við mitt móður hjarta,mér fannst þetta svo fallegt.Og hún passaði uppá að þessi kureisi eða seinfæri ungi fengi sitt.Einmitt þetta atvik gerist á hverju sumri

að unga móðirin matar annan ungann sinn. Svo var það einhvern daginn í síðustu viku að ég setti út epli eld snemma að morgni, og um hádegis bil var hyðið orðið ör þunnt, og búið að kroppa allt innan úr  því,svo ég skar annað epli í sundur og stóð við dyrnar á leiðinni og dáðist að fegurðinni í  garðinum mínum,trjánum og blómunum,kemur þá einn þrösturinn ofan af þakinu, flaug mjög nálægt mér og gargaði hástöfum, eins og hann vildi segja, vertu ekki að þessu hangsi drífðu þig með eplið út á blett! Og ekki létu þeir bíða eftir sér ,komu um leið! Ég gæti trúað að þetta væru ungar úr tveimur til þremuur hreiðrum.Og dreg þá áliktun að því aðsamkomulagið um eplin eintóm sæla,það var eins og í mannheimun,stundum svolítið stríð.Ég reyndi að hafa fjóra helminga,til að vita hvort það  gengi betur.En þá kom að þeim styggð, svo það reyndi ekki á það.

Svo svoa rétt í lokin,þá kvet ég ykkur sem hafið aðgang að garði að prófa að gefa þröstunum epli,

það er svo gefandi að horfa á þessi litlu grey og líka svo gaman að þessu öllu saman.

Merkilegt það sem stendur í Guðs orði að Drottinn sjái fyrir fuglum himinsins,svo er maður þátttakandi í því!

 

Verum opin fyrir því sem gerir lífið svo fallegt!

 

                              Kveð að sinni        Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæl Halldóra, Guð hefur margar leiðir og oftar en ekki notar hann til þess líkama sinn - okkur.  Falleg saga, ég skelli út eplisbita strax 

Ragnar Kristján Gestsson, 15.7.2008 kl. 07:44

2 identicon

Heill og sæll Ragnar! Takk fyrir innlitið. Ég er alveg viss um að fleiri í fjölskyldunni þinni

munu njóta þess að horfa á þrestina gæða sér á eplunum.

Drottinn blessi þig!

Kveðja úr Garðabæ Halldóra.

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra mín.

Falleg saga.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Heyrðu, ég reyndi þetta á síðustu helgi í sumarbústað fyrir norðan ... og hvað heldurðu?  Kvikindin fúlsuðu við eplinu mínu sem ég hafði m.a.s. þrætt uppá sjónvarpsloftnet svo börnin mín færu ekki að leika sér að því.  Ég kannski reyni þetta aftur þegar fer að hausta og þeir ekki eins kresnir.  Þetta var annars Jona Gold úr Bónus.  Kannski ég hafi átt að reyna með annarri eplategund ...?

Ragnar Kristján Gestsson, 28.7.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 79512

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband