Kirkjan.

Heil og sæl gott fólk!

Ætla að fjalla um kirkjuna í þessum pistli mínum í dag. Ég er áhuga manneskja um kirkjulíf og kirkju starf.Ég á þá við allar kristnar kirkjur ,þjóðkirkjuna og fríkirkjur. Sjálf fer ég reglulega í kirkju, og það líðður ekki sá sunnudagur að ég sæki ekki guðshús.Fyrir mig er það mikil blessun að byrja hverja viku með guðþjónustu.Ég ber mikla virðingu fyrir þjkóðkirkjunni! Hún hefur í áranna rás staðið bænavaktina

fyrir landinu okkar.Á hverjum sunnudegi er beðið  fyrir ráðamönnum þjóðarinnar,forsetanum og löggjafa þingi,dómstólum,prestum og biskupum, og atvinnuvegum þjóðarinnar til lands og sjávar.

Þetta er trúmenska.Ég er ekki svo viss um að  margir biðji jafn trúfastlega og þessi stofnun fyrir þessum mikilvægu málum og kirkjan. Og það ber að þakka.Svo finnst mér bara gaman að fá að syngja gömlu sálmana, með fallegu textunum,og syngja öðruvísi tóna en ég er vön að raula í eldhúsinu!

En eitt finnst mér dapurlegt, og það er hversu fáir koma til guðþjónustu á sunnudögum, og þar vildi ég óska að yrði vitundarvakning. Sjálf sæki ég trúfastlega mína kirkju Íslensku Krists kirkjuna, þar eru

venjulega 60-80 manns á  sunnudags samkomu,eins og það er kallað, en er auðvitað guðsþjónusta,en með öðru sniði. Mér er afar hlytt til þjóðkirkjunnar,og þá sérstaklega til þeirrar kirkju, sem ég fermdist frá,og sá prestur sem þar þjónaði gifti okkur.Ég ólst líka upp við að fjölskyldan færi í messu á sunnudögum í þessa kirkju,og núna öllum þessum árum síðar fer ég  í þessa kirkju,ef ég mögulega kemst, og svo  á samkomu í minn söfnuð líka. Á þessum báðum stöðum er Kristur ,og hann upprisinn og lifandi boðaður.Íslenska Kristskirkjan er að vísu með léttari tónlist á samkomunum.Og þangað kemur fólk sem þráir að upplifa Jesú Krist , og finna kraft heilags anda yfir sér.Þar er einnig boðið til fyrirbæna í lok samkomu, og við biðjum persónulega fyrir málefnum fólksins. Svo er líka eitt í þessu, að þegar svo margir sækja reglulega samfélagið myndast vináttu samfélag, og það verður gott að koma í þetta kærleiks samfélag.Og ef einhvern vantar óeðlilega lengi finnum við til saknaðar, og jafnvel leitum viðkomandi uppi.

Við hin kristnu ættum að taka okkur tak og biðja fyrir þjóðkirkjunni,biðja Guð að senda fólk sen vill upplifa fagnaðarerindið umJesú meir og meir.Svo að hin Íslenska kirkja verði sterkt vopn Drottins Guðs í íslensku samfélagi, en ekki máttlaus stofnun sem litið er niður á!

Kirkjan hefur orðið fyrir ymsum áföllum gegn um tíðina, og pestar og starfs fólk hefur brugðist,og það sorglega er að fólk brosir út í annað  og finnst það kanski bara gott á kirkjuna.Þrátt fyrir mót byr, þá hefur kirkjan alltaf komist yfir þannig mótlæti.Drottinn hefur haldið sinni verndarhendi yfir þessari stofnun, með náð sinni.

Við verðum að athuga það að kristnin á óvin, sem reynir að stela,slátra og eyða ríki Drottins.En Jesús stendur vaktina,því orðið segir okkur að hann sé á himnum og biðji fyrir okkur!

Tökum okkur saman og biðjum fyrir þjóðkirkjunni, hún á heiður skilið fyrir að hafa staðið bænavaktina í áratugi!

   Biðjið og yður mun gefast!

                                       Kveðja  Halldóra Ásgeirsdóttir.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halldóra mín. 

Guð blessi alla þá sem vinna heilshugar fyrir Jesú Krist. Fyrir alla þá sem biðja fyrir landi og þjóð.

Guð blessi þig og þakka þér fyrir bænirnar þínar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2008 kl. 10:52

2 identicon

Sæl mín kæra Rósa!

Drottinn blessi þig líka og auðvitað staðinn sem þú ert fulltrúi fyrir

Vopnafjörðinn!

Takk fyrir kommentið

Kv. Halldóra.

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband