Sigrandi líf.

Sæl öll í Drottins nafni!

Heyrði í gær sorglega sögu um mann sem lifði sigrandi lífi í 17 ár, frá  áfengi, en féll og féll djúpt.Þetta snerti hjarta mitt, og syndi mér hvað það er nauðsynlegt að lifa í sigri á öllum sviðum lífsins.

En maður sem er kristinn,og framgengur í trúnni sinni á Drottinn Guð,er betur undirbúinn  til að lifa í sigri.Ég hef oft predikað og talað um það hvað það er lífs nauðsynlegt að halda sér fast við trúna á Drottinn alltaf!!!ALTAF líka í fríum og þegar við erum fjær kirkjum og samkomu húsum.Biblían segir að við þurfum að gefa okkur að orði Guðs og bæninni,í tíma og ótíma! Sem sé stöðuglega.Við þurfum að varðveita trúna okkar.

Það var sorglegt að heyra um þennan mann sem féll.Það er bara verk hins illa, sem notfærði sér veikleika þessa vesalings manns.Hann lifði ekki í sigri, fór eflaust í gegnum þessi ár á hnefanum.En til er hjálp fyrir alla,hún kemur frá himninum, frá Jesú Kristi. Hann kemur til þín sem finnur þig ekki sterkan eða sterka, og segir " 'Ottastu ekki, ég hjálpa þér, ég styrki þig, ég styð þig í öllum  hliðum lífsins, með sterkri hendi minni. Verum á verði , verum í Guði, og biðjum hann að vera með okkur.

Ef þú nefnir nafnið Jesús ,kemur hann til þín!

 

 Þar til næst, Drottinn styrki ykkur öll og varðveiti !

                        Hlýjar kveðjur

                                 Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Dóra Lára.

Já við þurfum að vaka og biðja svo við föllum ekki í freistingar. Við þurfum að vera duglegri að biðja um blóðvernd því við eigum í baráttu við andaverur vonskunnar í himingeimnum sem vilja granda okkur.

Megi almáttugur Guð hjálpa okkur að vaka og biðja.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 23:22

2 identicon

Sæl Halldóra.

Já, segi ég við því sem þú færir okkur.

það þarf ekki að vera langloka, ég kann alltaf betur við stuttar en hnitmiðaðar ábendingar.

 Þessi pistill þinn var góður ,þó að sagan um manninn sé sorgleg.

Góður guð vaki yfir þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:44

3 identicon

Sæl bæði tvö!

Þakka kveðjurnar.Blessaður maðurinn var tapari í sinniaráttu,það minnir okkur hressilega á!

Drottinn gefi ykkur sigur í ykkar baráttu lífsins.

Kveðja úr Garðabæ Halldóra.

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband