Breyting frá í gær.

Góðan daginn gott fólk!

Á líðandi sumri horfði ég stundum á skyja myndir himinsins, svona rétt eins og í gamla daga. Eina mynd sá ég í þessum skyja myndum, sem var öðruvísi en allt annað, sá stórar hendur,útrétta lófa.

Og í þessum lófum var eins og landið okkar Ísland væri í þessum höndum.Mér fannst  dáldið gott

að vita af landinu okkar í höndum Drottins Guðs! Og mér verður einhvernvegin svo oft hugsað til þessarar myndarÉg benti manninum mínum á þetta og hann sá það sama út úr skyja myndinni og

ég.Hvað sem gerist þá erum við í Guðs höndum, hann er með.Tilveran á það til að taka aðra stefnu en við ætluðum, og þá er svo gott að vita það að við erum í þessum blessuðu höndum. Sjálf fór ég að sofa í gærkvöldi  með ákveðna áætlun í huga, en þegar ég vaknaði hafði orðið breyting á, og mitt líf í dag verður öðruvísi en ég ætlaði í gær. Ekkert hræðilega held ég, en það krefst þolinmæði að sjá hvernig allt fer hjá mér.´Eg hef haft það fyrir reglu í mínu lífi að leggja allt í Guðs hendur, og í mínu tilfelli trúi ég að allt fari vel.Biblían segir Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.Ávalt þegar ólgusjór lífsins rís, er svo gott að leggja sig og sína í Drottins hendur.Biðja Drottinn um vernd og styrk.Og við alla þá sem eru að glíma við einhverskonar erfiðleika, vil ég segja

Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!

Svo er annað sem er mikilvægt að muna ,það er að daginn í dag gerði Drottinn Guð, hann styrir og stjórnar.Ég trúi að hann muni koma öllu vel til vegar fyrir þá sem leita hans í sannleika .

Kæru vinir, leggjum málin fram fyrir Drottinn okkar og leyfum honum að snúa öllu til góðs fyrir okkur!

 

Megi hann sem skapaði þennan dag, blessa og leiða alla hluti í þínu lífi til góðs. Amen.

 

                   Kærleiks kveðjur til ykkar allra.

                                       Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halldóra mín.

Kærar þakkir fyrir góðan pistil.

"Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jósua 1: 9.

"Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður. Jeremía 29: 11.-12.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Aida.

Aida., 15.8.2008 kl. 11:13

3 identicon

Blessaðar og sælar  báðar tvær!

Takk fyrir hlý komment.Allt fór vel hjá mér.

Ég lagði mín mál fyrir Drottinn og allt fór vel.

Drottinn blessi ykkur  margfalt.

      Halldóra.
 

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband