10.11.2008 | 19:45
Málverkið
Komið þið sæl!
Fyrir mörgum árum sá ég risastórt olíu málverk,þetta málverk var öllum öðrum verkum
ólíkt,því boðskapur þess er mér en í fersku minni.Málverkið var af dynjandi fossi, sem streymdi af ógnar krafti.En undir þessum fossi átti lítill fugl hreiður, sem hann hafði gert í klettinum.Þar var hann öruggur,þar leið honum vel.Mér einhvernvegin datt þetta málverk í hug,þegar ég var að hugsa um hvað það er gott að eiga Jesú í þessum heimi.Heimi skarkala og óróa.Og mér kom einhvernvegin orðin úr 91 sálminum: Sá er situr í skjóli hins hæsta og dvelst í skugga hins almáttka, segir við Drottinn:Hæli mitt og háborg Guð minn er ég trúui á.Hann frelsar þig úr snöru fuglarans frá drepsótt eyðingarinnar,hann skylir þér með fjöðrum sínum,undir vængjum hans máttu hælis leita,trúfesti hans er skjöldur og vígi.Eigi þarftu að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flygur um daga,drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sykina sem geisar um hádegið.Þótt þúsund falli þér við hlið og tíuþúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín.
Kæru vinir! það gengur oft mikið á hjá okkur en þá er svo gott að geta flúið í þetta skjól sem Jesús er.Hann elskar okkur með óendanlegum kærleika! Sama hvað þér finnst um sjálfan þig,þá er Jesús til staðar fyrir þig.Hver svo sem fortíðin er ,það skiptir engu,hann elskar þig , og vill að þú þyggir fyrirgefningu syndanna.Hann vill fá að veita þér sjól í stormviðrum lífsins, og vera vinur þinn!
15 versið í þessum sálmi er svona og það eru loka orðin í dag: Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni! Treystum þessum orðum í Jesú nafni.
Guð varðveiti ykkur öll!
Bestu kærleiks kveðjur
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 79533
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
"Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?
Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?
Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?
Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.
En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.
Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!
Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?`
Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." Matt. 6: 25. - 34.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:23
Sæl!
Þú ert bara til blessunar og kemur með hreint og klárt Guðs orð!
Takk fyrir það
Halldóra
Halldora Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:01
Þessi draumur endurspeglar það sem nú er að gerast í samfélaginu. Þér stóð stuggur af Seðlabankahúsinu og það finnst mér tákna að þar er verið að brygga ýmis ráð sem ekki eru þjóðinni til heilla.
Margir telja aðildarumsókn að ESB vera afsal á sjálfstæði þjóðarinnar og segja að þar sé enga björg að finna samanber nafnið Ingibjörg í draumi, sem merkir engin björg. Sólrúnin er hins vegar gott nafn og ég tel það merkja að bjart sé framundan, þó spáin sé ekki góð núna.
Geir var að bjarga og það finnst mér merkja að okkur sé óhætt hvað varðar okkar sjálfsforræði þó við göngum inn, Stjórnarráðið Alþingishúsið og fl sem hann dregur upp úr gjótunni. Þessar stofnanir hafa sett niður og munu rísa á ný þegar við höfum gengið til liðs við okkar grannþjóðir
Fólkið með snörurnar merkir alla þá sem dómstóll götunnar er að dæma fyrir afbrot í starfi, en verða hreinsaðir af þeim áburði í fyllingu tímans. Þingvellir vísa til sögu okkar, náttúru Íslands og þess lýðræðis sem er framundan
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.