Merkilegur hurðarhúnn,opnast að innan.

Góðan dag!

Í 5. Mósebók  31:6 stendur:

Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér,hann mun vera með þér,hann mun eigi sleppa af þér hendinni né 

yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast.

Og í Jes.41:10 stendur: Óttast þú eigi, því ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð.

Ég styrki þig ,ég hjálpa þér ,ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.

Við öll mætum allskonar raunum á lífsleiðinni, og það er bara lífið sjálft.Ef við reyndum aldrei neitt værum við ekki þeir karakterar sem við erum . Það eru einmitt erfiðleikarnir sem gera okkur  að  því fólki sem við erum.Og nú er ég komin að því mikilvæga,það er sama hvað við göngum í gegnum, Drottinn Guð hefur alltaf gætur á okkur.Hann mun ekki sleppa af okkur hendi sinni!

Þegar þú grætur, og enginn sér tárin þín,grætur Jesús með þér. Og ef þú finnur til einhversstaðar 

finnur Jesús til með þér.Ef þú ert einmana,þá ertu ekki einn eða ein Jesús er hjá þér!

Ef þér finnst þetta flókið,þá er hér útskyring á því. Þetta er nefnilega ekki flókið. Leggðu höndina þína í hönd Drottins. Segðu nafnið Jesús, aftur og aftur ef með þarf.Og friður Drottins mun koma yfir þig.Friður sem er æðri öllum skylningi.

Ef þér finnst þú ekki verður að fá að koma þannig fram fyrir Drottinn,þá er hann ekkert að erfa gamlar syndir eða mistök,hann dó fyrir  það allt, og nú áttu nytt upphaf. Hið gamla er farið.

Jesús er að banka á hjartadyr þínar,en það merkilega er að húnninn er þín megin!

Hvað ætlar þú að gera?

 Þar til næst.

                          Guð blessi ykkur öll!

                                          Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svo satt Drottinn bíður með útréttann faðminn fyrir alla og þá meina ég alla

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Linda

Yndisleg eins og fyrridaginn.  Fór á samkomu í kvöld, og viti menn ég fór upp með vitnisburð heheh.  Sjáumst næsta sunnudag ef Guð gefur.

bk.

Linda. 

Linda, 23.11.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband