3.4.2009 | 22:30
Hetjan mín
Sæl verið þið!
Nú er tími ferminga og mikið að gera í veislu höldum þess vegna. Ég fagna því vegna þess að þetta er stór viðburður í lífi fermingarbarnsins.Ég fermdist 1971 í Bústaðakirkju, en frá Grensás sókn.Ástæðan var að þá var ekki kirkja í Grensás sókn bara safnaðarheimili. Eitt man ég betur en annað úr þessari fermingarathöfn og það er einn sálmurinn. Sigurhátíð sæl og blíð heitir hann. Og ég ætla að setja hann hér inn til þess að þið fáið notið textans sem ég man svo vel.
Sigurhátíð sæl og blíð.
Ljómar nú og gleði gefur.
Guðson dauðann sigrað hefur.
Nú er blessuð náðartíð.
Nú er fagur dyrðardagur Drottins
ljómar sigurhrós.
Nú vor blómgast náðarhagur .
Nú sér trúin eilíft ljós.
Ljósið eilíft lysir nú.
Dauðans nótt og dimmar grafir,
Drottins miklu náðargjafir,
sál mín auðmjúk þakka þú .
Fagna Guð þér frelsið gefur
fyrir Drottinn Jesú Krist.
Og af náð þér heitið hefur
himnaríkis dyrðar vist.
Drottinn Jesú
líf og ljós Oss þín
blessuð elska veitir .
Öllu stríði loks þú breytir
Sæluríkt í sigur hrós.
Mæðu og neyð þín miskunn sefi
Með oss stríði kraftur þinn.
Sigur þinn oss sigur gefi .
Sigurhetjan Drottinn minn.
Páll Jónsson.
Ég var alveg viss á þessum fermingardegi mínum að Jesús Kristur væri frelsari minn.
Og ég hugsaði Hann er sigurhetjan mín!
Njótið helgarinnar og farið í kirkju ykkur til blessunar.
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.